Tímaflakk

Ég er nú ekki allt of sammála þessu.  SAD (Seasonal Affective Disorder) sem m.a. tekur yfir vetrarþunglyndi (winter depression) er vel þekkt fyrirbæri á norður og suðurslóðum.  Það er vel þekkt í löndum eins og Kanada og norðurríkjum Bandaríkjanna þar sem klukkunni er breytt milli vetrar og sumartíma.  Ég held það sé allt of mikil einföldun að skella skuldinni á sumartímann á Íslandi.  Hinsvegar er klukkan á Íslandi klukkutíma á eftir sólarklukkunni vegna þess að Ísland notar GMT (Greenwich Mean Time).  Vestasti hluti Vestfjarða er í raun meira en klukkutíma á eftir sólarklukkunni.  Þ.e. þegar klukkan er 7 að morgni í London þá ætti klukkan á Íslandi að vera 6 en ekki 7.  Ég held það væri mun hagkvæmara að breyta klukkunni á Íslandi þannig að hún sé nokkurnveginn á réttu róli miðað við sólarklukkuna heldur en að vera að hringla með klukkuna fram og til baka tvisvar á ári. 

PS:  Undanfarin 17 ár hef ég búið í löndum þar sem klukkunni er breytt vor og haust og leiðist þetta hringl.

Kveðja


mbl.is Íslendingar úr takti við sólina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband