7.2.2013 | 17:47
Tímaflakk
Ég er nú ekki allt of sammála þessu. SAD (Seasonal Affective Disorder) sem m.a. tekur yfir vetrarþunglyndi (winter depression) er vel þekkt fyrirbæri á norður og suðurslóðum. Það er vel þekkt í löndum eins og Kanada og norðurríkjum Bandaríkjanna þar sem klukkunni er breytt milli vetrar og sumartíma. Ég held það sé allt of mikil einföldun að skella skuldinni á sumartímann á Íslandi. Hinsvegar er klukkan á Íslandi klukkutíma á eftir sólarklukkunni vegna þess að Ísland notar GMT (Greenwich Mean Time). Vestasti hluti Vestfjarða er í raun meira en klukkutíma á eftir sólarklukkunni. Þ.e. þegar klukkan er 7 að morgni í London þá ætti klukkan á Íslandi að vera 6 en ekki 7. Ég held það væri mun hagkvæmara að breyta klukkunni á Íslandi þannig að hún sé nokkurnveginn á réttu róli miðað við sólarklukkuna heldur en að vera að hringla með klukkuna fram og til baka tvisvar á ári.
PS: Undanfarin 17 ár hef ég búið í löndum þar sem klukkunni er breytt vor og haust og leiðist þetta hringl.
Kveðja
![]() |
Íslendingar úr takti við sólina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |