12.6.2013 | 18:55
Ekki alveg rétt...
Það sem kemur fram í þessari frétt, haft eftir umræddum þingmanni er ekki rétt. Eitt umdeildasta atvik þar sem taser kom við sögu er andlát Robert DziekaÅ„ski á Vancouver Internantional flugvellinum í British Columbia eftir að RCMP lögreglumenn notuðu taser á hann, margítrekað þar til hann lést. Hann talaði ekki ensku og gat ekki gert sig skiljanlegan og enginn nærstaddur talaði pólsku. Lögreglan var kölluð til og það tóks ekki betur en þetta. Lögreglan í Toronto og Nýfundnalandi hafa hætt við pantanir á taser byssum eftir þennan atburð.
Það hafa margar rannsóknir verið gerðar á þessu tæki og hvernig það virkar. Hvað sem rannsóknum líður þá hafa orðið dauðsföll af völdum taser byssa. Hér er um háa spennu að ræða og háspenna getur verið hættuleg fólki, sérstaklega ef um hjartveikt fólk er að ræða. Hjartslátturinn gengur fyrir rafmagni ef svo má segja og truflanir á því valda hjartsláttartruflunum eða stöðvun.
Ég held að ef þessi tæki eru RÉTT notuð, þá eigi þau vissulega rétt á sér. En vandamálið er að því miður þá eru þau misnotuð eða notuð rangt vegna lélegrar þjálfunar eða vankunnáttu.
Kveðja
![]() |
Áríðandi að lögreglan noti rafbyssur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |