Ofbeldi réttlætt

Ef þetta ofbeldi hefði verið framið af öðrum en lögreglu væri lögreglan nú á fullu í að rannsaka málið.  LL getur varið þetta á allan hátt, en þeir geta EKKI réttlætt þessa meðferð.  Lögreglan á EKKI að hefna sín á almennum borgurum, svo einfalt er það.  

Á 37 sekúndu myndbandsins sést lögreglumaðurinn keyra konuna aftur yfir sig þar sem hún lendir með bakið á bekknum, sem hefði auðveldlega getað valdið varanlegum skaða og konan átt einfalt skaðabótamál gegn lögreglumanninum.  Svona aðferðir lögreglumanna á ekki að líða og LL á ekki að taka upp hanskann fyrir lögreglumönnum sem fara langt út fyrir öll eðlileg mörk í ofbeldi gegn borgurum landsins.  Ef þetta er löglegt þá eru það ólög.  Með lögum skal land byggja og ólögum eyða og þetta er eyðileggingarstarfsemi sem getur aðeins komið lögreglunni illa.  Ef ég væri lögreglumaður með sómatilfinningu þá myndi ég ekki vilja vinna með viðkomandi vegna þess að hann væri líklegur til að koma kollegum sínum í vandræði eða jafnvel lífshættu með framferði sínu.  

Kveðja,

Arnor Baldvinsson 


mbl.is Beitti viðurkenndri handtökuaðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband