23.10.2015 | 17:16
Landafræðikunnátta í lágmarki...
Í fréttinni segir: "Flugfreyja aðstoðaði konuna við fæðinguna og var vélinni lent í Alaska." Síðar segir: "Ráðherrarnir telja mögulegt að konan þurfi að greiða kostnaðinn sem fólst í því að lenda vélinni í Kanada áður en haldið var áfram til Bandaríkjanna."
Síðast þegar ég gáði að, þá var Alaska enn eitt ríki í Bandaríkjunum!
Það kemur ekki fram hvaða flugfélag þetta var. Ef það var Bandarískt, þá er hugsanlegt að barnið teljist Bandarískur þegn - þori samt ekkert að fullyrða um það.
Kveðja,
![]() |
Nýbökuð móðir sætir gagnrýni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |