Bílbeltið undir handleggnum

"Ákærði neitaði sök og sagðist hafa verið með ör­ygg­is­beltið spennt, en und­ir hand­leggi sín­um eins og hann gerði alla jafna."

Þetta er stórhættulegur siður, sem því miður alltof margir stunda.  Í þessari stöðu er beltið nánast öruggt tæki til að stórslasa eða drepa fólk, sérstaklega farþega í bílum með stýrið vinstra megin.  Við árekstur spennist beltið að brjóstholinu og þegar rifin brotna geta þau gengið beint inn í lungu eða hjarta.  Eins er mun meiri hætta á að viðkomandi smokrist að hluta úr beltinu, sem getur þá leitt til höfuðáverka.  Ef beltið er mjög neðarlega getur það lent undir rifbeinin og valdið miklum áverkum í kviðarholi.  

Ég held það séu áhöld um hvort það er betra að vera með beltin vitlaust spennt eða vera alls ekki með þau!  Ég hef keyrt með bílbelti síðan ég fékk bílpróf og þau hafa bjargað lífi mínu í árekstri.  Ég hreyfi ekki bíl án þess að setja beltin á mig og ég keyri ekki af stað nema allir séu rétt spenntir.  

Kveðja,


mbl.is Sagði lögreglumanni að passa sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband