5.11.2015 | 19:54
Kristileg fávitafræði
Það kemur mér svo sem lítið á óvart að Ben Carson komi með svona yfirlýsingar. En þær sýna best ruglið sem ræður ríkjum í því fávitakapphlaupi sem undirbúningur forsetakjörsins hefur orðið að í röðum repúblikana og var þar að bera í bakkafullan lækinn! Þar veltast menn nú um hver annan í keppninni um að láta sem mesta vitleysuna út úr sér og Ben Carson hefur tekist alveg ágætlega upp. Hvernig þessi maður komst í gegnum læknisfræði er mér alveg gersamlega hulin ráðgáta og mér finnst að sjúklingar hans ættu að fara fram á endurgreiðslu;) Ég vona innilega að hann komist ekki nálægt forsetastólnum, en ef það skeður þá mega menn virkilega fara að biðja Guð að hjálpa sér!
Kveðja
![]() |
Pýramídarnir korngeymslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |