Óvænt úrslit

 Ég átti ekki von á að þessi breyting yrði samþykkt, hvað þá með svona miklum meirihluta.  Írar eru íhaldssamir að eðlisfari og Kaþólska kirkjan hefur átt þar sterk ítök. Ég þori ekki að fara með það en ég held að Írland sé líka fyrsta landið til að breyta stjórnarskrá til að viðurkenna hjónabönd samkynhneigðra.  Það þýðir að það þyrfti væntanlega stjórnarskrárbreytingu til að nema það úr gildi, svo það eru meiri líkur á að þetta verði til frambúðar.  

Hér í Bandaríkjunum hafa menn verið hálfpartinn að fikta við þetta en það er öruggt að það ætti langt í land með að festa þessi réttindi samkynhneigðra í stjórnarskrá.  Í sumum ríkjum á samkynhneigt sambýlisfólk nánast engin réttindi, sem jafnvel venjuleg pör eiga, t.d. að heimsækja sambýlisfélaga á sjúkrahús eða fá upplýsingar um líðan viðkomandi.  Þannig var það í Texas til skamms tíma en ég held það hafi aðeins losnað um þetta þar.  


mbl.is Samþykkja hjónaband samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband