Bankamusteri allra landsmanna

Ef fyrirtæki í eigu ríkisins hefur efni á því að leggja út 8 milljarða fyrir húsnæði undir banka á sama tíma og sjúkrahús landsmanna eru í drepandi fjársvelti finnst mér að hér hafi kulnað síðasta stráið í þeim illgresisakri sem kallast siðferði bankamanna á Íslandi.  Var það nú ærið bágborið fyrir, en nú tekur tappann úr!  

Þetta er ekki bara móðgun við þá sem enn finnst þeir þurfa að versla við þennan banka, heldur er þetta móðgun við alla landsmenn sem eiga þetta apparat!  Þetta er kannski löglegt en siðlaust er það, ekki spurning!

Kveðja


mbl.is Móðgun við viðskiptavini bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband