19.9.2015 | 21:10
Þumalskrúfa Ísraels
Það er sérkennilegt að fylgjast með þessu máli héðan að utan. Ef eitthvað sýnir þá yfirgengilegu þumalskrúfu sem Ísraelsmenn hafa á vesturlöndum þá eru það viðbrögðin við þessari ályktun smábæjar norður í Ballarhafi. Áður en fólk fær hland fyrir hjartað og æpir "Gyðingahatari" þá vil ég segja að tveir bestu vinir mínir eru Gyðingar. Annar uppalinn í Þýskalandi, "within smelling distance of Auschwitz" eins og hann segir - hinn uppalinn í Mexíkó og Texas og bjó í Ísrael árum saman.
Þetta hefur ekkert með Gyðinga að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut! Þetta hefur að gera með smáríki sem hefur þvílíkt hreðjatak á vesturlöndum að það er orðið yfirgengilegt og vesturlönd syngja saman í sópran hvaða rugl sem Ísrael gefur út! Er það eðlilegt? Hver voru viðbrögð heimsins þegar Ísland (ásamt fleiri þjóðum) setti viðskiptabann á Rússa? Steinhljóð! En þegar Reykjavíkurborg samþykkir að kaupa ekki inn frá Ísrael, sem skiptir hvorugan aðila nokkru einasta máli, verður allt vitlaust.
En Ísraelar hafa komist upp með að halda þessum hreðjatökum á vesturlöndum áratugum saman. Þeir hafa komist upp með hvað sem er vegna þess að landar mínir hér í Bandaríkjunum hafa ekki haft bein í nefinu til að standa upp í hárinu á þeim, sama hvaða mannréttindabrot Ísraelar fremja og hversu illa sem stefna þeirra kemur okkur. Vesturlönd eru með þvílíka sektarkennd gagnvart Ísrael að ég held það skipti ekki máli þó Ísrael eyddi hálfa Evrópu í kjarnorkuárás, þeim væri fyrirgefið um leið! Þeim væri bara klappað á bakið og allt í góðu og sennilega spurðir hvort þeir vilji ekki bara eyða restinni! Miðað við það sem maður hef heyrt af núverandi stjórnvöldum Ísraels, þá væri þeim til alls trúandi.
Svona samband er ekki heilbrigt, hvort sem er milli ríkja, hópa eða einstaklinga og getur aldrei endað vel. Vonandi geta vesturlönd og Ísrael komið á betra jafnvægi í sambandi þeirra í framtíðinni, en eins og staðan er núna, virðist að það verði ekki alveg í bráð.
Kveðja
![]() |
Hefur haft víðtækar afleiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |