Ríki Íslams

Hryðjuverkasamtökin ISIS eru langt frá því búin að vera!  Þessi ákvörðun að draga herinn frá Sýrlandi er sennilega sú versta sem gerð hefur verið varðandi öryggi Bandaríkjanna síðan í aðdraganda 9/11 og á eftir að hafa slæmar afleiðingar í Miðausturlöndum.  Sérfræðingar á vegum hersins, heimavarnarráðuneytisins, CIA og fleiri stofnana í öryggismálum eru mjög uggandi yfir þessari þróun mála. 

Það sérkennilega er að þetta er nákvæmlega það sem flestir, þar á meðal Trump, gagnrýndu Obama fyrir - fálæti gagnvart framtíð Sýrlands!  Og það var réttmæti gagnrýni.  Bandaríkin héldu alltof mikið að sér höndum þegar kom að Sýrlandi.  Sennilega vegna þess að þjóðin var þreytt á tveimur stríðum í forsetatíð Bush, sem er svosem skiljanlegt.  En þetta fálæti gagnvart Sýrlandi hefur kostað gífurlegt mannfall, flóttamannastraum, sem á varla sinn líkan og hörmungar fyrir Sýrlensku þjóðina.  Þetta fálæti varð uppsprettan að ISIS.  

En Trump veit allt best og hunsar allar ráðleggingar þeirra, sem raunverulega vita eitthvað!   Með yfirvofandi lokun stofnana eins og heimavarnarráðuneytisins þá er öryggi allra borgara landsins stefnt í voða.  Allt fyrir vegg sem bara þarf stiga til að komast yfir og mun litlu, sem engu breyta.

 

Jólakveðjur að Westan!


mbl.is Sérfræðingur í málefnum Ríki íslams segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband