Skilningsleysi

Það er gersamlega fyrir neðan allar hellur að þingmenn séu hangandi á börum í vinnutíma!  Nákvæmlega sama hver á í hlut og í hvaða flokki þeir eru.  Af hverju er svona erfitt að skilja það?  Þetta mál er ekki og hefur aldrei verið pólitískt, sama hvað gerendur vilja vera láta til að drepa málinu á dreif.  Þetta hefur að gera með siðferði og getu til að ákveða hvað er rétt og hvað er rangt.  Fólk, sem telur að þessi framkoma sé réttlætanleg á við siðferðisvanda að stríða ekki pólitískar ofsóknir eins og sumir af klausturkórmönnum hafa reynt að koma fram til að afsaka óafsakanlega framkomu.  

En sumir skilja þetta bara alls ekki og það er lítið hægt að gera en að vorkenna þeim.

Kveðja


mbl.is „Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband