Sannleikurinn alltaf fyrsta fórnarlambið

Segir máltækið.  Það stenst ekkert af fullyrðingaflóði forsetans um málefni landamæravörslu.  Ef það er neyðarástand af hverju var þá Landamæragæslan og Heimavarnarráðuneytið efst á lista forsetans yfir þær stofnanir, sem ættu að loka eða draga mest úr starfsemi þegar ríkið var sett í fjárlagahnút í desember?  

Nýlega fullyrti Trump að ólöglegt Fentanyl (veit ekki hvað þetta lyf er kallað á íslensku) kæmi allt eða mest frá Mexíkó og því þyrfti vegg.  Hið rétta, skv. Fíkniefnaeftirliti, Landamæraeftirliti og löggæslu er að stærsti hluti þess sem kemur utanfrá kemur frá Kína og Kanada.  Talsvert kemur frá Mexíkó, en það kemur í gegnum landamærastöðvar og yfirvöld telja hverfandi magni smygglað inn utan landamærastöðva.  Fentanyl er svo dýrt og í svo litlu magni ef það er hreint að engum dytti í hug að senda smyglara yfir landamærin í óvissuferðir gangandi jafnvel tugi kílómetra!  

Kanada og þá sérstaklega Breska Kólumbía (BC) hefur átt við mikinn Fentanyl vanda að stríða undanfarin ár og í BC voru um 2 þúsund dauðsföll vegna efnisins í fyrra, muni ég rétt.  Ekki þarf nema nokkur milligrömm af hreinu Fentanyl til að leiða til ofnotkunar og dauða.  Fyrir 2 árum eða svo uppgötvaði lögreglan að hluti af efninu kom í einföldum bréfapósti frá Kína.  Pappír var steypti í upplausn með Fentanyl, pappírinn síðan þurrkaður og þá sat Fenranylið eftir.  Pappírinn var svo notaður til sakleysislegra bréfaskrifra!

Ýmsar stofnanir á hægri vængnum, sem enn hafa svolítið af sjálfstæðri rökhugsun hafa bent á tilgangsleysi veggja á landamærum yfirleitt og sérstaklega á suður landamærum Texas!  Þar þarf að taka mikið land eignarnámi á hrjóstrugu vatnasvæði Rio Grande.  Núverandi landamæravarsla er sumstaðar tugir kílómetra frá landamærunum, sem markast af Rio Grande ánni frá El Paso í Vestur Texas til Brownsville við Mexíkóflóa. 

Þó land sé ódýrt á svæðinu þá er Texas búum ekki eins illa við neitt og að gefa eftir land, jafnvel þó þeim sé borgað fyrir það.  Hluti af því eru form lög sem gefa fólki hefðarrétt á landi, til afnota og jafnvel eignarhald ef það getur sýnt fram á notkun án afskipta eiganda og án merktra landamerkja.  Þessvegna er nánast allt land í Texas innan girðingar! Það verður áratugarins þrautaganga að komast í gegnum Texas og á landamærunum er fjöldi opinberra landeigenda, m.a. alríkið sjálft, Texas ríki, háskólar og þar fram eftirrétt götunum.  Oft á tíðum yrði að byggja vegg eða virðingu langt frá Rio Grande vegna fjallendis og landeigendur myndu þá annað hvort tapa landinu (margir myndu frekar selja frumburði sína!) eða fá aðgang og þá um leiðber farið að opnast hópur.

Eins og margir hafa bent á þá hafa menn enn ekki byggt veggi sem eru svo háir að ekki hafi fundist smiðir sem gátu smíðað lengri stiga!  En sumt fólk vill ekki skilja þetta.  En eins og kollegi minn sagði stundum þá er þetta lógik fyrir búrhænur, sem honum fundust ekki sérlega rökrænar!  En búrhænur hafa ráðið þessari umræðu og það kemst ekkert vitrænt að fyrir hænsnagaggi.  En mikið er maður orðin þreyttur á þessum hænum og rænulausu ruglinu, sem vellur upp úr þeim!

Kveðja


mbl.is Lagaheimild forsetans ekki skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband