Kemur engum á óvart

Hvernig á annað að vera þegar stór hluti af sætaframboði frá Bandaríkjunum er kippt út?  Hvað héldu menn að myndi gerast?  Auðvitað minnkar sætaframboð þegar dregur úr sætaframboði!  Aðilar í þjóðfélaginu sáu sér hagi í því að djöflast í Wow eins og naut í flagi þegar þeir voru á viðkvæmu stigi í endurfjármögnun á félagi, sem hafði vaxið mjög hratt og hafði í raun vaxið sjálfu sér yfir höfuð. 

Icelandair er á brauðfótum og hefur verð félagsins fallið úr 38,9 í apríl 2016 niður í 6,53 í október 2018 en hefur rétt aðeins úr kútnum og stendur nú í 8,58.  Það er 83% fall í lægsta verð í október og 78% lækkun í dag.  Þessi slæma staða beggja félaga hlýtur óhjákvæmilega að koma niður á rekstri og þar með sætaframboði.  Nú er eins og menn séu steinhissa á því að mikill samdráttur skili sér í miklum samdrætti á sætaframboði!  

Kveðja,


mbl.is Sætaframboð til Bandaríkjanna hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband