Með eða á móti???

Mér finnst það alveg magnað hversu ríkisstjórn Íslands er í mun um að auka skuldsetningu þjóðarinnar hvað sem það kostar.  Ég er alveg steinhættur að skilja þessa ríkisstjórn!  Þegar menn koma fram sem ÆTTU að vita hvað þeir eru að segja og segja rétt Íslendinga MEIRI, þá rennir ríkisstjórnin á þá og reynir að kveða þá í kútinn.  Þegar menn segja rétt Íslendinga MINNI þá er þeim hampað af ríkisstjórninni. 

Er ríkisstjórnin á MÓTI Íslandi?  Það virðist vera sem forsetinn sé MEÐ Íslandi og núna er ríkisstjórnin á MÓTI forsetanum.  Getur þetta gengið án þess að ríkisstjórnin hreinlega verði að víkja vegna vanhæfni til þess að stjórna og farið sé að glugga í 14. grein stjórnarskrárinnar?

Ég bara botna hvorki upp né niður í þessum ósköpumFrown

Kveðja,

 


mbl.is Lipietz vísar gagnrýni á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Já, þú mátt vera feginn að búa í Port Angeles og vera laus við þennan sirkus sem er hér öllum stundum.  Ég held að málið sé, að VG vilja taka út á almenningi að þeim hafi ekki verið hleypt fyrr að.

Það eina sem við erum að biðja um, er að Ragnars Halls ákvæðið haldi gildi sínu.  Það þýðir að kröfur eru endurgreiddar í rökréttri röð og þar með ganga eignir Landsbankans fyrst upp í ábyrgðir íslenska innstæðutryggingasjóðsins.

Marinó G. Njálsson, 12.1.2010 kl. 00:00

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Manni finnst bara all vera komið á hvolf stundum!  Það er orðið ansi langt síðan ég leit í "Lísu í Undralandi" en Ísland er farið að minna svo mikið á þetta ævintýri að ég held ég verði að fara að ná í það á bókasafninu svo ég geti áttað mig á þessu!;)

Hefur þú link einhversstaðar á þetta ákvæði Ragnars Halls?  Ég finn lítið nema tilvitnanir í það af bloggurum en ekki skýringu á því hvað akkúrat það er?  Var þetta inni í lögunum frá í September?

Kveðja úr þokusúld og rigningu;)

Arnór Baldvinsson, 12.1.2010 kl. 00:28

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hið íslenska flokksræði virkar ekki lengur við verðum að koma á þjóðstjórn tafarlaust sem vinnur að velferð landans ekki nokkra fjárglæframanna og banka sem komu hér öllu í koll. Þegar um hægist þá má stokka upp og ræða annað stjórnkerfi með spillingarvörn.

Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 01:59

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Nei tha? er ekki haegt ad skilja svona ruggl.

Sporðdrekinn, 12.1.2010 kl. 03:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband