12.1.2010 | 21:06
Natríum klórít
Natríum Klórít, eða Sodium chlorite (NaClO2) er efni sem m.a. er notað við pappírsvinnslu. Sjá frekar á Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Sodium_chlorite Ekki má rugla þessu sman víð Natríum Klóríð eða Sodium chloride (NaCl) sem er venjulegt matarsalt.
Kveðja,
MMS-lausnin skaðleg öfugt við lýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er Sodium Chlorite dioxine ekki sodium chlorine. MMS er sannarlega kraftaverkalyf,að mínu mati, en ekki taka mig né annan trúanlega - kynnið ykkur málið sjálf.
http://www.youtube.com/watch?v=InFFQ3M8xWo&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=bp1eqTajcpQ&feature=related
http://miraclemineral.org/importantinfo.php
Knowledge is power!
Guðrún (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 23:06
INDEED - Knowledge is power!
Kynntu þér vísindalega aðferð, smá efnafræði og lífeðlisfræði og fljótlega ættirðu að átta þig á því, Guðrún, að MMS er augljóst svindl. Hræðsluáróður og oftækisfullar hugmyndir um að lyfjaiðnaðurinn sé á móti þessu MMS vegna ótta þeirra við að tapa markaðshlutdeild er bara hluti af markaðssetningu MMS. Ekki er mark takandi á vitnisburði fólks sem hefur látið blekkjast eða hefur hagsmuna af því að selja þetta eða efni tengt þessu (t.d. bækur eins og Jim nokkur Humble selur) - einungis vel framkvæmdar rannsóknir geta stutt virkni þessa efnis. Þetta er raunverulega sýkladrepandi efni, enda notað til sótthreinsunnar víða um heim - það er þó skaðlegt okkur líkt og bakteríum, annars myndum við bara drekka sótthreinsivökva okkur til lækningar. Ástæða þess hve lengi gekk að uppgötva sýklalyf er að þau efni hafa virkni á sýkla en litla sem enga virkni á okkur. Fyrir tíma sýklalyfja var fjöldinn allur af efnum til sem drápu sýkla - efnin drápu okkur bara líka. MMS er svikamilla en ólíkt mörgum svikamillum er MMS að auki hættulegt. Langvarandi inntaka gerir okkur eflaust ekki gott og ef þetta sull er rangt blandað getur mikill skaði hlotist af aðeins einni inntöku.
Klárt merki um svikamillu er að þetta á að lækna HIV, lifrarbólgu A, B, C (lifrarbólga A lagast án meðferðar, svo ég er ekki hissa að þeir fullyrði þetta ;)), rauða úlfa, berkla o.fl. Allt krónískir sjúkdómar með breytilegan sjúkdómsgang og því miður ólæknandi enn í dag. Auðvelt er að höfða til fólks sem á við alvarlega sjúkdóma að stríða, s.s. HIV, þegar læknisfræðin á ekki til fullkomna lækningu við sjúkdómnum og selja því svona töfra-skottulausn. Eflaust trúa margir á mátt þessa efnis og er ástæðan líklega blanda af trúgirni, vilja til að trúa, placebo áhrifum og svo eðlilegum gangi krónískra sjúkdóma. Fólk sem byrjar að taka MMS getur tekið eftir skánun einkenna vegna náttúrulegs framgangs sjúkdómsins en fólk tekur almennt svona töfralausnir þegar það er illa haldið (og því líklegra til að skána þar sem sjúkdómsgangurinn er breytilegur með versnun og skánun á víxl). Dreifendur MMS fullyrða að inntöku geti fylgt ýmis óþægindi, m.a. ógleði, uppköst, höfuðverkur og niðurgangur, sem hljóma frekar eins og eiturverkanir af efninu en vegna "eiturefna" sem bakteríurnar losa þegar þær deyja. Í læknisfræði eru að vísu þekkt slík eiturverkun í kjölfar sýklalyfjameðferðar á vissum sýklum, s.s. syphilis, en engar sannanir eru fyrir því að slíkt eigi við um MMS, heldur aðeins orð fólks eins og Jim Humble á internetinu sem hefur lítið sönnunargildi. Ég get allt eins fullyrt að blanda 10 msk af mjólk út í 1 msk af laxerolíu bæti líðan MS sjúklinga með því að deyfa sértækt þær frumur ónæmiskerfisins sem valda MS og hluti niðurgangurinn sem kemur í kjölfarið stafi af því að töfrablandan skoli ónæmisfrumunum úr líkamanum. Ég vona að þú myndir taka þessari fullyrðingu með varúð - þar sem ég hef engar vísindalegar sannanir til að styðja mál mitt.
Ég verð að segja að ég er ánægður með framgöngu landlæknis og að mínu mati mætti hann ganga harðar fram og stöðva þessa vitleysu.
Þór Friðriksson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 21:23