12.4.2010 | 16:22
Kom ekki á óvart
Það sem ég hef heyrt úr skýrslunni kemur ekki mikið á óvart. Þó voru tölurnar um loftbólueignir bankanna hærri en ég hafði gert mér grein fyrir - taldi að þær hefðu verið um 75 milljarðar dollara en þær reyndust nær 120 milljörðum, þ.e. eignir í eignasafni bankanna sem hvarf á fyrsta mánuðinum eftir hrun. Þetta fór úr 12.000 milljörðum niður í 4.500 milljarða eða úr um $160 milljörðum niður fyrir 40 milljarða ef við tökum raunhæft gengi upp á 120IKR eftir hrun og 75IKR fyrir hrun. Þessar eignir voru allar byggðar á lofti og hurfu því þegar bankarnir hrundu.
Annað sem kom mér svolítið á óvar var hversu alger upplausnin innan stjórnarinnar var og það hlýtur að vekja upp spurningar hvort það er eðlilegt ástand eða hvort þessi stjórn var verri en aðrar. Ég hef ekki mikla trú á pólitíkusum svo mér finnst það eðlileg spurning hvort þessi var verri en aðrar;)
Ég hef sankað að mér öllum PDF skrám og Excel skrám og öllu öðru sem er á vef Alþingis um þetta og á eftir að pæla í gegnum þetta á næstu mánuðum (eða árum!)
Kveðja,
Skýrslan kom þjóðinni á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |