Ókunnar stærðir

Geir H. Haarde segir í skýrslunni:  "Nei, ég get ekki nefnt fjárhæðirnar, það er ekki nokkur leið, en maður veit aldrei hvað svona áfall er stórt [...]."  Ingibjörg S. Gísladóttir tekur í sama streng og Árni M. Mathiesen einnig, "Ég held að það hafi ekki verið gert í þessu samhengi." 

Loforð íslensku ríkisstjórnarinnar um stuðning við bankakerfið voru ekki byggðar á neinu.  Þær voru gripnar úr lausu lofti án þess að neinn tæki sér fyrir hendur að reikna út hvort ríkissjóður og Seðlabanki Íslands hefðu í raun bolmagn til þess að koma bönkunum til aðstoðar ef í nauðirnar ræki.  Ef það hefði verið gert eftir að ljóst varð snemma árs 2008 að bankarnir væru í alvarlegri kreppu þá hefði e.t.v. verið hægt að komast að því að ríkið gat ekki stutt við bankana og hægt að gera eitthvað í málunum.

Kveðja,

 


mbl.is Geir: Yfirlýsingar ekki byggðar á neinu formlegu mati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei nei, þetta var bara einhvernveginn eins og öll stjórn landsins var og er núna..

Óskar Arnórsson, 12.4.2010 kl. 21:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband