16.5.2010 | 03:04
Skilanefnd Landsbankans, banka allra landsmanna...
Mér þykir það furðu sæta að skilanefnd Landsbankans, sem hér áður fyrr auglýsti sig sem banka allra landsmanna, skyldi ekki geta fundið neinn hentugri fulltrúa til að sitja í stjórn Iceland heldur en Jón Ásgeir Jóhannesson. Bankinn er í eigu ríkisins ef ég þekki rétt, eða a.m.k. var hann í eigu ríkisins, og það mætti ætla að það hefði verið leitað að hæfum mönnum með reynslu í viðskiptum. Hvorugt hefur Jón Ásgeir, eða aðrir í Baugs&Bónus apparatinu sýnt þar sem þeim hefur tekist að keyra hvert fyrirtækið á eftir öðru í svimandi gjaldþrot undanfarin ár.
Af einhverjum ástæðum, mér (og sjálfsagt fleiri) algjörlega óskiljanlegum, er þessu mönnum treyst. Það virðist sem að þeir sem geta sett upp stærstu gjaldþrotin séu taldir stærstir og þeir sem sýna mesta tapið séu mestir. Þetta stangast virkilega á við þann kapítalisma sem ræður hér í Bandaríkjunum og maður veltir fyrir sér hvaða efnahagsformúlur þessir menn á Íslandi hafa lært. Ekki kemur hún frá gömlu kommúnistunum, því jafnvel þeir voru mun betur að sér heldur en þetta! En það er augljóst að hjá þessum mönnum er tap eftirsóknarvert, gjaldþrot óumflýjanleg og sviksemi telst til dyggða.
Maður furðar sig lítið á að það skuli vera komið eins og er fyrir Íslandi með svona hundalógik í farteskinu!
Kveðja,
Segir að Jón Ásgeir muni hætta í stjórn Iceland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við reyndum að gefa þessum mönnum frelsi til að stunda buisness, en það er gerinilega ekki hægt þar sem þetta eru aægjör fífl og ekki treystandi fyrir því frelsi sem þeim var veitt. Við skulum ekki gleyma því að frelsi fylgir ábyrgð og við sem heiðarlegir borgarar ættum að fylgja okkar gömlu og heiðarlegu gildum í hvívetna og aldrei að gleyma því hver við erum í raun og veru!!!
Óskar Ingi Gíslason, 16.5.2010 kl. 06:27
Sæll Óskar og þakka póstinn.
Ég er algjörlega sammála, frelsi fylgir mikil ábyrgð, ábyrgð sem menn hafa misnotað með hörmulegum afleiðingum. Mér kemur í hug það sem William K. Black sagði, sem var eitthvað á þá leið að "það er engin ástæða fyrir heiðarlega rekin fyrirtæki til að haga sér svona" Það var engin leið að þessi fyrirtæki væru rekin á heiðarlegan hátt eins og þau höguðu sér. Ábyrgð þessara manna er mikil og nú verða þeir að standa við hana.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 16.5.2010 kl. 06:46
Það væri gaman að vita hversu háa ríkisábyrgð hann Steingrímur fjármálaráðherra hefur kvittað fyrir okkar hönd til handa þessum mönnum frá því að hann tók við embætti sínu. Bónusfeðga og Björgúlfsfeðga...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.5.2010 kl. 07:24
Við erum greinilega sammála Arnór, en ég ætla ekki að dæma einhvern einstakling á líkindum án dóms og laga eins og t.d. okkar þjóð hefur gert gagnvart "Jón Ásgeiri og öðrum plebbum" (mitt mat á þessum mönnum sem náttla á ekki að hafa nokkur áhrif hvernig dæmt er í þessum málum) :) Það er bara ekki minn stíll að biðja um það.
Það sem ég vill að verði gert er að frelsið okkar verði verndað og bankamennirnir sem brutu lög verði dregnir fyrir dóm. Og við sem hugsandi Íslendingar geti um frjálst höfuð strokið og þeir frægu duglegu Íslendingar fái að njóta sín við það sem þeir gera best, í stað þess að stjórnvöld drepi niður allann dugnað og vilja hjá fólki til að gera eitthvað og gera það vel. með dugnaði og atorku sem okkur er í blóð borinn. t.d. EU mun banna alla yfirvinnu og dugnað sem einkennir okkur Íslendinga!!!
Óskar Ingi Gíslason, 16.5.2010 kl. 07:38
Það datt eiginlega af mér andlitið þegar ég sá að Jón sat í stjórn House of Fraiser f.h. Baugur Group Holding f.h. Price Waterhouse Cooper f.h slitastjórnar gamla Landsbankans.
Nú kemur í ljós aðhann situr í stjórn Iceland Food beint fyrirhönd bankans. Hverskonar bull er þetta ?????
Var ekki dæmdum manninum bannað að sitja í stjórnum fyrirtækja ????? Eða var það bara á Íslandi ?
Varla er þetta ólaunuð stjórnarseta, hvað ætla bankarnir að láta manninn mjólka sig lengi?
Gæti maður ælt ?
Árni Árnason (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 10:21