Einfaldar leiðir

Mér finnst þessi umræða öll meira og minna á villigötum.  Íslensk lög eru þannig að fyrirtæki sem vilja fjárfesta á Íslandi verða að setja upp lepp fyrirtæki innan EES en geta ekki fengið að stofnsetja fyrirtæki á Íslandi, eða fjárfesta beint.

Persónulega finnst mér ekkert að því að erlendir aðilar komi að eign á fyrirtækjum á Íslandi og eins fyrirtækjum sem eru í orkuframleiðslu eða eru á annan hátt að meðhöndla auðlindir Íslands.  Hinsvegar er ég gallharður á því að það á að setja einfaldar reglur um eignaraðildina, þ.e. fyrirtækin verða að vera með útibú eða starfandi dótturfyrirtæki á Íslandi og þau geta einungis eignast upp að segjum 25 eða 33% (1/4 - 1/3) af heildarverðmæti hlutafjár samanlagt, þ.e.a.s. 66-75% af heildareigninni verði alltaf í eigu íslenskra fyrirtækja sem eru að fullu í eign íslendinga eða íslenskra ríkisstofnana.  Þetta þarf ekkert að vera flóknara en þetta, gefa erlendum fjárfestum tækifæri á að fjárfesta hér á landi, en um leið tryggja að þessi fyrirtæki verði í meirihluta eign og undir stjórn íslendinga.  Einfalt mál!:)

Kveðja,

 


mbl.is Íslensk lög einungis útskýrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Einfalt á vissan máta. Gállinn er sá að Íslendingar myndu selja ömmu sína nokkrum sinnum til að komast innundir hjá svoeliðis fyrirtækjum Af því leiðir að það eina sem að erlendu fyrirtækin þyrftu að gera er að gefa til kynna að það kæmi hinum fyrirtækjunum (lesist: stjórnendunum) til góða að dansa eftir þeirra pípu og þá er allt siðferði fokið út í hafsauga. Ég er ekki að mótmæla hvernig hugmyndin er, ég er bara að koma Íslensku lundinni inn í þetta. Sad but true.

Heimir Tómasson, 13.7.2010 kl. 03:44

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Heimir og þakka póstinn:)  Því miður er þetta sennilega rétt hjá þér:( 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 13.7.2010 kl. 06:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband