13.7.2010 | 06:37
Nýjar upplýsingar?
"Þess er krafist að málið verði aftur tekið fyrir í ljósi nýrra upplýsinga um að Magma Energy Sweden sé skúffufyrirtæki með enga raunverulega starfsemi og engan annan tilgang en að fara á svig við íslensk lög og reglugerðir EES,"
Hvaða "nýjar" upplýsingar eru þetta? Fyrir nokkrum vikum tók mig innan við 10 mínútur að afla upplýsinga um þetta fyrirtæki með leit á google, þar sem ég fann það m.a. á einhverskonar firmaskrárvefsvæði í Svíþjóð, skráð með einn starfsmann, enga starfsemi og hefur ekki skilað sköttum. Þetta hefur verið altalað frá upphafi og núna er allt í einu eins og þetta séu einhverjar nýja upplýsingar!
Maður fer hreinlega hjá sé við að lesa bullið sem rennur viðstöðulaust upp úr stjórnmálamönnum og öðrum sem eru enn alveg á kafi í ruglinu og hafa ekki hugmynd um raunveruleikann!
Kveðja,
Ekki boðlegir stjórnsýsluhættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samála og við látum þetta viðgangast!
Sigurður Haraldsson, 13.7.2010 kl. 09:21