7.9.2010 | 00:23
Kyrrstöðusamningar
Ég er nú ekki mikið fjármálaséní;) en eftir því sem ég les mér til á netinu, þá eru kyrrstöðusamningar (stand still agreements) aðallega notaðir við yfirtöku fyrirtækja, sérstaklega það sem er kallað "Hostile takeover" OG þegar lántakandi getur ekki borgað og þetta kemur í staðin fyrir gjaldþrotameðferð. Sjá t.d. http://www.investopedia.com/terms/s/standstill_agreement.asp, http://financial-dictionary.thefreedictionary.com/Standstill+Agreement, http://www.allbusiness.com/glossaries/standstill-agreement/4947450-1.html og http://en.wikipedia.org/wiki/Standstill_agreement. Mér sýnist því Arion banki vera að gera það sem þeir geta til þess að redda einhverju, en ég get ekki séð hverju það myndi breyta að taka þetta rugl til gjaldþrotameðferðar þar sem þessi félög eru öll gjaldþrota og skiptir þar litlu hvort skuldirnar eru 6 milljarðar, 60 milljarðar eða 600 milljarðar.
Kveðja,
Brýtur gegn gjaldþrotalögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið er það að þetta hugtak er ekki til í neinni lögfræðilegri mynd hér á landi og ekki gert ráð fyrir því að þetta ástand geti komið upp, að lánadrottinn leyfi fyrirtæki sem að er sannarlega gjaldþrota að starfa áfram í óbreyttu ástandi.
Hér á landi er búist við því að svoleiðis ástand leiði einfaldlega til gjaldþrots.
Enda ekkert vit að stærstu kröfuhafarnir geti samið við fyrirtæki um að halda áfram rekstri og látið minni kröfuhafa svelta og fara sjálfir kannski á hausinn.
Þetta er í raun tilraun bankanna til þess að hirða fyrirtækin í heild sinni í stað þess að þurfa að deila þrotabúinu með öðrum kröfuhöfum. Og til skemmri tíma jafnast á við massíva en óbókaðar afskriftir. Þessar kröfur eru áfram til sem verðmæti í uppgjöri bankans en í praxis bara hrein afskrift ásamt rekstrarfé sem að hið gjaldþrota fyrirtæki verður sér eflaust út um hjá bankanum.
Þetta minnir bara alltof mikið á það hvernig að bankarnir voru í því að fegra stöður sínar á pappírum mánuðina rétt fyrir hrunið.
Skaz, 7.9.2010 kl. 01:02
Þakka póstinn:)
Ég velti því einmitt fyrir mér hver lagagrundvöllurinn undir svona samningum er á Íslandi, en þar sem ég hef búið erlendis síðan '96 þá er ég orðin svolítið utanveltu;) Mér sýnist að erlendis sé þetta notað þegar um er að ræða háar kröfur eigenda eða lánardrottna, sem fyrirtækið getur ekki staðið undir tímabundið,og þar vernd tímabundið. Svipað og greiðslustöðvun. En ég get ekki sé að þessi fyrirtækin Bónusanna geti nokkurn tíma greitt eitt eða neitt. Þetta er allt í botnlausum gjaldþrotum og engir peningar hafa nokkurn tíma verið til í þessum fyrirtækjum.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 7.9.2010 kl. 04:40
Sælir, Skaz það er hárrétt hjá þér með bankana þeir eru jafnvel verri en fyrir hrun og því miður þá hrinur allt kerfið aftur en nú með miklu alvarlegri afleiðingum en firra skiptið því þá var vandamálinu velkt á almenning en nú er ekki neitt svigrúm til þess! Arnór peningar hafa í fæstum tilfellum verið til heldur var og er þetta sýndarveruleiki sem gengur aldrei upp!
Sigurður Haraldsson, 7.9.2010 kl. 07:54