18.9.2010 | 15:09
Skilyrði
Eru það skilyrði fyrir því að borga eða skilyrði fyrir því að borga ekki. Mér virðist að ríkisstjórnin hafi haft það að stefnumarkmiði að borga sem mest. Það er því spurning hvort ríkisstjórnin sé að setja skilyrði fyrir því að borga meira.
Eftir því sem heyrðist nýlega þá hafa kröfur Breta og Hollendinga breyst talsvert, m.a. var talað um eingreiðslu upp á hundrað milljarða eða svo. Landsbankinn fékk nýlega tvö hundruð milljarða innistæðu lausa í Englandsbanka svo e.t.v. er hægt að koma þessum málum í þann farveg. Hver veit. Ef við bíðum fram á vorið þá er e.t.v. ekki ómögulegt að Landsbankanum hafi tekist að skrapa saman og við getum einfaldlega sagt við Hollendinga og Breta: Þetta á Landsbankinn, þið getið hirt þetta. Af hverju þetta óðagot á að borga eitthvað sem er alsendis óvíst að Íslendingum beri lagaleg skylda til að greiða? Mér finnst bara ekkert liggja á í þessu efni.
Kveðja,
![]() |
Steingrímur: Íslendingar munu borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |