5.10.2010 | 19:45
Íslenskt gagnsæi í verki
Aftur eru bankarnir komnir í þá stöðu að neita eftirlitsstofnunum um aðgang að upplýsingum. Aftur eru stjórnvöld komin í þá stöðu að þeim er neitað um upplýsingar til að gegna eftirlitsskyldum sínum gagnvart fjármálakerfinu. Fjármálakerfið túlkar lög á einn veg en stjórnvöld á annan og nú er spurningin sú hvort fjármálakerfið stjórnar landslögum og framkvæmdavaldið lúffar eða hvort stjórnvöld standa við að auka gagnsæi og sækja þessar upplýsingar með illu ef þær fást ekki með góðu.
Enginn veit hvort bankarnir hafa verklagsreglur til að fara eftir við niðurfellingu skulda, hvort þær eru samræmdar, hvort þær eru löglegar, hvort þeim er framfylgt og hvort þær gera skuldurum jafn hátt undir höfði. Allt lyktar þetta vægast sagt illa!
Kveðja,
Neitaði eftirlitsnefnd um upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |