Safnkostur?

Ég hef aldrei séð þetta orð og er alls ekki viss um hvað það þýðir.  Fréttin gerði því lítil skil hvað þetta gæti verið svo ég er litlu nær.  Getur einhver góðhjörtuð sál útskýrt fyrir mér hvað "safnkostur" er?  Með fyrirfram þökk:)

Kveðja,


mbl.is Hætta á að safnkostur skemmist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef heldur aldrei heyrt þetta orð.... Gæti þítt samansafnaður matur? Eða kostirnir við söfn?? Hvaða söfn???

anna (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 00:10

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ætli það sé ekki safnmunir, aðbúnaður og fleira þess legt, sem og þekking starfsmanna.

Annars vorum við nokkrir leiðsögumenn að ræða þetta í kvöld hvort lokun gestamóttökunnar í Hellisheiðavirkjun sé varanleg eða bara trix til að geta rukkað inn.  Ekki að það sé mikið mál að greiða einhvern pening fyrir að fá að skoða virkjunina.

Marinó G. Njálsson, 30.10.2010 kl. 00:36

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæl Anna og Marinó,

Þakka athugasemdirnar:)  Mér finndist ekkert athugavert við að ferðamenn greiddu smávegis fyrir að fá að skoða virkjanir - vissi reyndar ekki að það væri hægt;) 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 30.10.2010 kl. 00:49

4 Smámynd: Hilmar Einarsson

Þetta orððalag  ...kostur er nú svo sem ekkert sérstaklega langsótt. Dæmi: "Skipakostur Breta og Íslendinga í  þorskastríðunum"  (http://www.lhg.is/media/thorskastridin/22_Sigurlaugur_Ingolfsson._Sþkipakostur_Breta_og_Islendinga_i_torskastridunum.pdf )          og "Núverandi húsakostur stenst ekki kröfur..."( http://www.haskolasjukrahus.is/nyrlandspitali/upload/files/viljayfirlysing_04112009/plakot/poster_1_nota.pdf )

Hilmar Einarsson, 30.10.2010 kl. 01:09

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Og ef þú þekkir orðið bókakostur, ætti þér ekki að vera skotaskuld úr því að skilja orðið safnkostur.

Gústaf Níelsson, 30.10.2010 kl. 01:20

6 Smámynd: Heimir Tómasson

Reyndar verð ég að vera alveg sammála Gústaf þarna, þetta er orð sem að hefur ekki mikla málvenju en er algerlega rétt málfræðilega. Hinsvegar er það lítið notað og þaðan kemur (confusion - ég er að verða alltof mikið enskumælandi á kostnað Íslenskunotkunar) undrunin.

Ég tek ofan fyrir fréttamanninum, hann hefur greinilega vald á Íslensku. Það er mjög sjaldgjæft um þessar mundir.

Og Arnór. gætirðu sent mér símanúmerið þitt - mitt er 2066696807

Heimir Tómasson, 30.10.2010 kl. 07:51

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég hef oft séð þetta orð og finnst það þar að auki frekar auðskiljanlegt. Eins og Gústaf bendir á eru til svipuð orð og þ.a.l. frekar auðvelt að ráða fram úr 'gátunni'. Google skilar 33.300 niðurstöðum fyrir orðið, svo þar er kominn annar lykill að gátunni.

Svo eru orðabækur einstaklega hentugar líka....

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.10.2010 kl. 12:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband