Hrein glæpastarfsemi!

Þessar færslur milli banka og fyrirtækja, fjármögnuð af sömu bönkum og fyrirtækjum er ekkert annað en glæpastarfsemi.  Það er ekkert annað orð á íslensku yfir þessa starfsemi.  Ég vona að sérstakur saksóknari fari að ganga að þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem gerðu Ísland gjaldþrota með glæpastarfsemi árum saman.  Menn verða að fara að taka puttann úr og bretta upp ermarnar og ganga í þessi mál af ákveðni og áræðni, ef ástandið í þjóðfélaginu á ekki eftir að versna til mikilla muna!  Það duga engin vettlingatök lengur!

Kveðja, 


mbl.is Ákvað verð og keypti mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þér. Hins vegar er með ólíkindum þegar kemur að smáglæpa mönnum eins þeim er sviku út virðisauka fyrir litlar 260 milljónir hvað ríkisssaksóknari og hans embætti brást fljótt við . Innan við mánuður og búið að upplýsa málið og menn í haldi. Nú eru liðin rúm 2 ár frá hruni og ekki einn einasti af þessum glæpamönnum er í fangelsi. Þeir búa í sínum glæsivillum ,aka um á luxusbílum og allt á nafni konunar. Svífast svo ekki um að ferðast um á meðal almennigs með löngutöng framan í andlitið á okkur. Því miður hef ég engva trú á því að hér muni nokkuð breytast. Hér hafa stjornvöld gefið almenning líka fingurinn eins og t.d. með áframhaldandi ráðningu Halldórs Ásgrímssonar og ráðningu Árna Matt. Menn sem áttu stóran þátt í því hvernig komið er fyrir okkar þjóð. Því miður.

Kveðja Sigurður.

Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 10:12

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála nafni! Arnór það er rétt hér duga ekki nein vettlingatök lengur!

Sigurður Haraldsson, 13.11.2010 kl. 10:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband