Tímaflakk

Ég er nú ekki allt of sammála þessu.  SAD (Seasonal Affective Disorder) sem m.a. tekur yfir vetrarþunglyndi (winter depression) er vel þekkt fyrirbæri á norður og suðurslóðum.  Það er vel þekkt í löndum eins og Kanada og norðurríkjum Bandaríkjanna þar sem klukkunni er breytt milli vetrar og sumartíma.  Ég held það sé allt of mikil einföldun að skella skuldinni á sumartímann á Íslandi.  Hinsvegar er klukkan á Íslandi klukkutíma á eftir sólarklukkunni vegna þess að Ísland notar GMT (Greenwich Mean Time).  Vestasti hluti Vestfjarða er í raun meira en klukkutíma á eftir sólarklukkunni.  Þ.e. þegar klukkan er 7 að morgni í London þá ætti klukkan á Íslandi að vera 6 en ekki 7.  Ég held það væri mun hagkvæmara að breyta klukkunni á Íslandi þannig að hún sé nokkurnveginn á réttu róli miðað við sólarklukkuna heldur en að vera að hringla með klukkuna fram og til baka tvisvar á ári. 

PS:  Undanfarin 17 ár hef ég búið í löndum þar sem klukkunni er breytt vor og haust og leiðist þetta hringl.

Kveðja


mbl.is Íslendingar úr takti við sólina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Bara smá fróðleikur fyrir þá sem ekki búa á Íslandi, þá munar bara 30 mínútum á klukkunni á Egilsstöðum og London, þó hann detti inn á heila klukkustund í hagræðingaskini.  En fyrir þá sem halda að Reykjavík sé miðja íslands, þá munar það rétt um klukkustund, sem reyndar er punktur milli Reykjavíkur og Keflavíkur, einhvesstaðar á Vatnsleysuströndinni, - ef menn vilja fara út í frekari hártoganir.

Benedikt V. Warén, 7.2.2013 kl. 20:37

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Benedikt,

Það munar reyndar klukkutíma á klukkunni milli London og Austurlands, en um hálftíma á milli UTC 0 tímasvæðisins og Austurlands.  Ísland allt fellur inn í UTC -1, 1 klukkustund vestan við GMT (UTC 0)  Sjá t.d. http://www.worldtimezone.com/wtz003.php  Hverjar 15 gráður eru 1 Klst og Egilsstaðaflugvöllur (flugstöðin) er á 14° 24' 25,63" vestur, eða rétt um klukkutíma frá London.  Þar sem UTC 0 er 7.5 gráður austan og vestan við GMT þá eru klukkustundarmörkin á 7 gráðum vestur.  Frá mínum bæjardyrum séð er alveg klárt að Ísland á að vera í UTC -1 :)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 8.2.2013 kl. 22:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband