Ofbeldi réttlætt

Ef þetta ofbeldi hefði verið framið af öðrum en lögreglu væri lögreglan nú á fullu í að rannsaka málið.  LL getur varið þetta á allan hátt, en þeir geta EKKI réttlætt þessa meðferð.  Lögreglan á EKKI að hefna sín á almennum borgurum, svo einfalt er það.  

Á 37 sekúndu myndbandsins sést lögreglumaðurinn keyra konuna aftur yfir sig þar sem hún lendir með bakið á bekknum, sem hefði auðveldlega getað valdið varanlegum skaða og konan átt einfalt skaðabótamál gegn lögreglumanninum.  Svona aðferðir lögreglumanna á ekki að líða og LL á ekki að taka upp hanskann fyrir lögreglumönnum sem fara langt út fyrir öll eðlileg mörk í ofbeldi gegn borgurum landsins.  Ef þetta er löglegt þá eru það ólög.  Með lögum skal land byggja og ólögum eyða og þetta er eyðileggingarstarfsemi sem getur aðeins komið lögreglunni illa.  Ef ég væri lögreglumaður með sómatilfinningu þá myndi ég ekki vilja vinna með viðkomandi vegna þess að hann væri líklegur til að koma kollegum sínum í vandræði eða jafnvel lífshættu með framferði sínu.  

Kveðja,

Arnor Baldvinsson 


mbl.is Beitti viðurkenndri handtökuaðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Blundfulla og útúrdópaða kerlingarálftin átti þetta skilð og getur sjálfri sér um kennt. Þarf ekki að ræða það frekar.

Guðmundur Pétursson, 9.7.2013 kl. 20:12

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Eru ungu sætu lögreglumennirnir og konurnar ekki bara öll svona klikkuð og ofbeldisfull.  Maður heyrir a.m.k. ekkert lengur jákvætt um þessa hrotta nema síður sé.  Einn svona steralöggugutti sagði vini mínum frá því að hann hefði farið í lögguna til að geta tuskað fólk til án þess að lenda í miklum vandræðum.  Svona ekki ósvipað og fjöldamorðingar ganga í bandaríska herinn til að svala fýsnum sínum eða kjósa Samfylkinguna og Framsókn. 

Björn Heiðdal, 9.7.2013 kl. 21:42

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Guðmundur:  Þetta er einfaldlega rangt og það ÞARF að ræða þetta frekar.  Það er ekki líðandi að verðir laganna hagi sér eins og ofbeldisfullir fylliraftar, skiptir nákvæmlega engu máli hver á í hlut.  Hvað ef þessi kona hefði verið veik?  Blóðtappi í heila getur valdið miklum persónuleikaröskunum á mjög stuttum tíma.  Hefði lögreglumaðurinn brugðist eitthvað öðruvísi við?  Sé nákvæmlega enga ástæðu til svona hrottalegrar framkomu.

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 10.7.2013 kl. 06:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband