15.10.2014 | 16:24
Greiðslur fyrir höfundarrétt
Greiðslur fyrir höfundarrétt eru einu tekjur sem fjölmargir listamenn hafa. Ég skora því á hæstvirtan þingmann Pírata að segja sig frá þingfararkaupi og lifa án tekna í svo sem eitt ár. Ef listamenn geta lifað án þess að fá greitt fyrir, þá hlýtur þjóðin að geta notið starfskrafta þingmannsins án þess að hann fái greitt fyrir það:)
Kveðja
Það góða er að þetta mun ekki virka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hversu oft þarf að greiða fyrir sömu vinnuna? Hvers vegna þarf að greiða höfundarréttargjald af sama verkinu á mismunandi miðlum. Og hvers vegna þarf að borga höfundarréttagjald aftur ef diskur skemmist en ekki hægt að skila inn skemmda disknum og borga bara framleiðslukostnað? Hvers vegna þarf að borga höfundarréttargjald af tómum diskum þó þeir séu notaðir undir myndir og video úr sumarfríi og fermingu?
Jos.T. (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 18:33