Trúarbrögð gegn konum

Í gegnum aldirnar hefur hin kristna kirkja, eins og sú íslamska, gert hvað hún getur til að berja niður sjálfstæði kvenna til ákvarðana sem varða þeirra eigið líf og eigin líkama.  Kirkjan ákvað á sínum tíma að konur væru réttdræpar fyrir galdra.  Kirkjan ákvað að konur væru ekki jafn réttháar körlum.  Kirkjan ákvað að konur ættu að vera undirgefnar körlum og karlaveldið skyldi blíva með góðu eða illu.  Þetta er allt ógurlega miðaldalegt en það er víst hluti fólks í hinum vestræna heimi sem lifir í þeirri trú og von að sextánda öldin komi aftur.  Ég vona til allra góðra vætta að þessum rugludöllum verði ekki að ósk sinni og að fólk getir haldið áfram inni framtíðina í stað þess að kveða upp drauga ömurlegrar fortíðar til þess að friðþægja fáeinum bullustrokkum.

Kveðja, 


mbl.is Auðmýkjandi og ekki hlutlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hvað með sjálfstæði þeirra kvenna til ákvarðana sem varða þeirra eigið lí og eigin líkama og eru að vaxa í móðurkviði ?

Það er líffræðileg staðreynd sem byggir á vísindalegum rannsóknum að barnið sem vex í móðurkviði hreyfir sig sjálfstætt, samanber að að getur verið á stöðugri hreyfingu sem það ákveður sjálft á meðan móðir þess sefur værum svefni,m enda stjórnar barmið sér sjálft. DNA barnsins er þess eigið ásamt því að blóðflokkur er ekki endilega hinn sami og hjá móðurinni oger með sitt eigið ónæmiskerfi. Það hefur sársaukaskyn og er ekki sama manneskjan og móðirin eða eins og varta sem vex á móðurinni.

Sem sagt sjálfstæður einstaklingur, og sem kona ætti með rökum þessa hóps að fá að ráða eigin örlögum sínum sjálf í stað þess að móðirin með undirskrift eins félagsráðgjafa fær leyfi til að svipta þessum einstaklingi lífi sínu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.4.2015 kl. 01:06

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Arnór, þú styður ekki málflutning þinn mð neinum tilvísunum í heimildir. Hver er t.d. heimild þín fyrir alhæfandi fulyrðingu þinni: "Kirkjan ákvað á sínum tíma að konur væru réttdræpar fyrir galdra"? -- Hljómar nú alveg lygilega vitlaust, enda engin slík ákvörðun til, og bæði konur og karlmenn voru fórnarlömb galdrafársins (á Íslandi: margfalt fleiri karlmenn en konur).

"Kirkjan ákvað að konur ættu að vera undirgefnar körlum," segirðu, en hvenær viltu meina að hún hafi gert það? Þetta er reyndar í Nýja testamentinu, Kólussubréfinu 3:18, en vrsið er aðeins lengra, og svo sleppir þú náttúrlega alveg næsta versinu: "Konur, verið undirgefnar eiginmönnum ykkar eins og sómir þeim er Drottni heyra til.  19Karlar, elskið eiginkonur ykkar og verið ekki beizkir við þær. "

Fleira skrýtið hjá þér: -- "Þetta er allt ógurlega miðaldalegt en það er víst hluti fólks í hinum vestræna heimi sem lifir í þeirri trú og von að sextánda öldin komi aftur," segirðu sí lokin; en hvorki tilheyrir Nýja testamentið miðöldum né gerir 16. öldin það -- þá er hafin nýöld, og galdraofsóknaöldin er enn seinna, á 17. öld.

Þessar villur þínar virðast smáar, en benda samt til almennrar vanþekkingar á efninu. Þekki menn ekki nógu vel það efni, sem þeir vilja fjalla um í bloggi, er betra fyrir menn að lesa sér til um það fyrst og gera það vel.

Jón Valur Jensson, 29.4.2015 kl. 03:11

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Jón Valur,

Ísland er ekki eina landið í heiminum og galdrafárið (e. witch-hunt) stóð frá því um 1450 fram til 1750, þar sem milli 30 og 100 þúsund manns voru teknar af lífi.  Karlar voru auðvitað líka ofsóttir á þessum tíma af kirkjunni.  

Hvenær ákvað kirkjan að konur skyldu undirgefnar körlum?  Hmmm...  Ekki get ég komið með ártal en bendi á að loforð kvenna um að vera eiginmönnum sínum undirgefnar hefur verið hluti af giftingum kirkjunnar um langa tíð.  Held að flestar kirkjur hafi nú fellt þennan ósið niður.  Ég sleppti heldur ekki neinum versum þar sem ég vitnaði ekki til neinna.  Rakst á þessa siðu á biblehub.com þar sem fjallað er svolítið um þetta:  http://biblehub.com/ephesians/5-22.htm  Ekki þar fyrir að kristna kirkjan var ekki ein um þetta enda vildu bæði Rómverjar og Gyðingar halda við lýði völdum karla yfir konum.  

Hvort það er sextánda öldin, sautjánda öldin eða einhver önnur öld aftur úr fornmyrkrum, sem þetta blessaða fólk vill hverfa til skiptir svosem ekki stóru máli.  Það að það við snúa tímanum við er afskaplega erfitt, hvaða öld sem menn svo sem vilja komast aftur til.

Ég sagði miðaldalegt ekki að það væri á miðöldum - talsverður munur þar á.  

Ekki ætla ég mér að telja mig alfróðan um þessi efni.  En mér hefur alltaf fundist betra að stefna á framtíðina en ekki fortíðina þar sem það er alveg gersamlega vitavonlaust með þeirri þekkingu sem við höfum í dag að komast aftur inn í fortíðina, hversu mikið sem forpokaðir afturhaldsmenn vilja það.  Það er bara einfaldlega ekki hægt.  

Ég var svo heppinn að vera alin upp með þeim skilningi að réttur kvenna væri jafnhár rétti karla og konur ættu aldrei að vera undirgefnar körlum frekar en karlar undirgefnir konum.  Konur og karlar ættu að vinna á jafnréttisgrundvelli og ráða sér sjálf.  Þetta uppeldi held ég að hafi reynst mér gæfulegt veganesti.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 29.4.2015 kl. 06:22

4 identicon

Ég verð nú að viðurkenna að ég skellti uppúr þegar ég sá Jón Val Jensson bera það af kristninni að konur séu lægra settar innan hennar, enda tilheyrir hann kirkju þar sem konur eru útilokaðar frá helstu embættum og mega ekki einu sinni þjóna fyrir altari!

Það skýrir líklega þráhyggjukenndan áhuga hans á kynfrelsi kvenna, en ekki reyndar sjúklegan áhuga á kynlífi samkynhneigðra - þar liggur eitthvað annað að baki. 

Ísleifur Gizurarson (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 07:22

5 identicon

JVJ er algerlega blindur á ruglið í kristni, hann gæti lesið nákvæmlega sömu setningar í kóran og biblíu en myndi aðeins sjá eitthvað að í kóran.
Slík er hræsni trúarinnar

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 11:48

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gervidoktorinn mættur með þvæluna sína enn og aftur !


Hvenær ætlar hann að fara með rétt mál ? Það verður dagurinn sem lesendur bloggs fara í fínasta pússið sitt og þeir sem geta munu opmna dýrasta kampavínið sem geymt hefur verið til sérstaks tilefnis.

Gervidoktornum er einstaklega lagið um árabil að upplýsa alþjóð um vanþeklkingu sína á málefnum kristni og kirkju, nema hann halli réttu máli vísvitandi - sem er öllu verra. Það skal viðurkennt að sá grunur læðist að manni oft á tíðum því hann horfir í blindni framhjá leiðréttingum á villum hans með því að vísa í lög og staðreyndir um málefnið - en allt kemur fyrir ekki.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.4.2015 kl. 12:07

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt hjá þér, predikari, Kóraninn, með allar sínar þreytandi endurtekningar og langt að baki Biblíunni í dýpt, er ekkert fyrir Íslendinga. Þótt hægt sé að finna setningar með áþekku innihaldi -- enda er Kóraninn undir áhrifum af Biblíunni o.fl. hlutum í umhverfi Múhameðs --- ber að gæta þess, að í Biblíunni eru þessir hlutir upprunalegri, more authentic í tvíþættri merkingu.

Ísleifur, það er rétt, að konur geta ekki verið prestar í kaþólsku kirkjunni. Það hefur ekkert með það að gera, að manngildi þeirra sé neitt minna en karlmanna. Það eru ekki verðleikar í sjálfum sér að vera karlmaður.

Arnór þarf ekki annað en að bera hlutskipti kvenna í kristindómi saman við hlutskipti þeirra í Gyðingdómi og Islam til að sjá yfirburði kristninnar. Sama á við gagnvart ýmsum öðrum trúarbrögðum. Jafnvel Gyðingdómurinn bar af í þessu tilliti í samanburði við samfélög nágrannaþjóðanna í Mið-Austurlöndum í fornöld.

Áberandi er dauðaþögn Arnórs hér um Maríu Guðsmóður. Að frátöldum Kisti, Guði og manni, stendur hún öllum mönnum ofar í virðingu og tign skv. kenningu kaþólsku kirkjunnar og er heiðruð sem slík og messdagar tileinkaðir henni, fyrir utan alla kirkju- og trúarlistina þar sem hún er vegsömuð, blessuð meðal kvenna.

En það er engin vegsemd fyrir konur að láta deyða sín ófæddu börn. Og rúmlega helmingur allra deyddra í móðurkviði nú um stundir eru ófædd meybörn; eru fósturvíg þá dæmi um kvenréttindi??!!!!

Nei, kristindómurinn flytur með sé langtum meiri kvenréttindi á þessu sviði heldur en grófur og eigingjarn femínisminn.

Jón Valur Jensson, 29.4.2015 kl. 15:36

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Endurtek hér part innleggsins án ásláttarvillna:

Að frátöldum Kristi, Guði og manni, stendur hún öllum mönnum ofar í virðingu og tign skv. kenningu kaþólsku kirkjunnar og er heiðruð sem slík og messudagar tileinkaðir henni, ...

Jón Valur Jensson, 29.4.2015 kl. 15:39

9 Smámynd: Mofi

Hvernig eru réttindi kvenna í þeim löndum sem aðhylltust eða aðhyllast guðleysi?  Fáfræði og fórdómar síðuhafa eru aðeins of miklir fyrir minn smekk en góðu fréttirnar eru þær að slíkt er hægt að laga ef vilji er fyrir hendi.

Mofi, 29.4.2015 kl. 15:58

10 identicon

Það er ekkert land sem aðhyllist guðleysi.. þú ert með lönd sem aðhyllast kommúnisma, einræðisherra og annð sem ekkert má á skyggja, rétt eins og galdrakarlarnir ykkar... ekkert land keyrist á vantrú á galdra og yfirnáttúru  :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 16:21

11 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Jón Valur,

Það er engin dauðaþögn hjá mér um Maríu mey.  Ég skil ekki alveg þess konar bull fullyrðingar sem sýna lítið annað en algjört rökþrot.  Hvað með Maríu Magdalenu?  Dauðaþögn þín um meðferð kirkjunnar á henni er æpandi.

Ég er ekkert sértaklega hrifinn af fóstureyðingum, en ég er alver 100% gallharður á því að það er RÉTTUR KVENNA, ekki karla að ákveða um það.  Þegar karlar geta gengið með börn þá geta þeir haft eitthvað um þetta að segja.  Þangað til skil ég þetta eftir í góðru höndum kvenna.  Réttur kvenna yfir eigin líkama og hans innihaldi á alltaf að vera ÞEIRRA réttur.  Enginn karl á að geta haft slíkt vald yfir konu að hann geti KRAFIST þess að hún geri það sem henni er á móti skapi.  Slíkt er kvenfyrirlitning af verstu sort.  

Ég þekki ekki orðið þjóðfélagið á Íslandi, enda búið erlendis í rúm 19 ár.  En ég þekki þjóðfélagið hér í Bandaríkjunum þar sem menn vilja ná völdum sem bera hvorki virðingu fyrir lífi né konum.  Eina ástæðan fyrir þeirra andstöðu við fóstureyðingar er að það gefur konum völd sem þeir geta ekki hugsað sér að sé ekki í þeirra eigin hendi.  Þeim er skítsama um hvort börn fæðist og lifi við sult og seyru eða ekki, enda er þeim sama um allt nema peninga.  Þetta er spurning um völd ogsumt fólk lætur tælast af þessari "virðingu fyrir lífi" og halda að þessir menn standi fyrir hið góða, enda kalla þeir sig "The Moral Majority" á tyllidögum.  En fyrr eða síðar munu augu fólks opnast fyrir lyginni og sjá að þessi karlafylking hefur bara eitt í huga, völd, og er nákvæmlega sama hvernig þeir ná þeim og eru reiðubúnir að beita hvaða brögðum sem er.  Eigingirni þeirra á sér engin takmörk enda telja þeir sig Guðs útvalda karlalandslið.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 29.4.2015 kl. 16:57

12 identicon

Það er ekki að ástæðulausu sem trúarbrögð Abrahams eru kölluð feðraveldistrúarbrögð

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 18:08

13 identicon

Skemmtilegar vangaveltur Mofi, sem svara má svo að eftir því sem færri telja sig trúaða er almennt betra að lifa, hvort sem þú ert karl eða kona.

Gott dæmi um það er Vestur-Evrópa og Norðurlönd, þar sem trúleysi er meira og almennara en annars staðar í heiminum. Þar lifir fólk líka lengur, er við betri heilsu og hamingjusamara en í löndum þar sem trúin er heit, til að mynda löndum Suður-Ameríku, suðurhluta Evrópu og austurhlutanum líka. Hverju er um að kenna (eða þakka)? Er það trúleysinu? Það er eins góð skýring og hver önnur. 

Til gamans má svo skoða það hve lífsgæði á Íslandi hafa aukist á síðustu áratugum samhliða því sem trúarhiti hefur minnkað. Kannski þurfa færri trú ef þeir eru ekki svangir, fáfróðir og óttaslegnir, eða hvað fær þig til að trúa?

Ísleifur Gizurarson (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 19:10

14 identicon

Mofi trúir á eilifan lúxus fyrir sjálfan sig, afneitar staðreyndum og alles.. því svo elskaði Mofi sjálfan sig...

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 20:13

15 Smámynd: Mofi

Vestur-Evrópa og Norðurlönd koma úr jarðvegi mikillar mótmælendatrúar, í mínum augum eru þau enn að njóta ávaxta þess en eftir því sem þessi trú og hugmyndafræði minnkar því meira munum við sjá hvernig það kemur út. Ég veðja að það er ekki fallegt, þú veðjar líklegast að það verður eitthvað fallegt, ég býst við að aðeins tíminn mun leiða það í ljós.  Hvernig sérðu fyrir þér að trú að það er von í þessu lífi, að þetta líf hafi tilgang og að allt mannkyn er börn Guðs, að þessi trú gerir líf einstaklingsins verra?

Það sem fær mig til að trúa eru gögn og rök, og þeir esm byggja sína trú á einhverju öðru er fólk sem ég hef afskaplega lítði álit á; það á líka við einstaklinga í minni kirkju.

Mofi, 29.4.2015 kl. 22:01

16 identicon

Takk fyrir svarið Mofi.

Ég fæ ekki séð að það séu neinar blikur á lofti með framtíð hagsældar og hamningju í Vestur-Evrópu og skil eiginlega ekki hvað þú átt við með að framhaldið verði ekki fallegt - ætlar Guð að refsa íbúum þar fyrir trúleysið? Ætlar hann að hefna sín? Og, ef út í það er farið - eru hlutirnir ekki nákvæmlega eins og hann vill hafa þá (þú veist, amáttugur og alvitur, þó hann sé kannski ekki algóður)?

Svo er það þetta með trúna, segir ekki einhversstðar Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó. Ég hélt að trú væri ofar rökum.

Ísleifur Gizurarson (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 22:19

17 Smámynd: Mofi

Ég sé fyrir mér kynslóð sem sér engan tilgang í lífinu, hefur enga von andspænis erfiðleikum og hefur ekki fast land undir fótum þegar kemur að réttu og röngu. Ég sé þá kynslóð og þá kynslóð sem hún elur, að þá fer að halla á hagsældina og hamingjuna.

Allir trúa og í flestum tilfellum tilheyrir margt þeirri trú sem þeir hafa ekki séð en það þýðir ekki að sú trú er ekki byggð á rökum og gögnum.

Mofi, 29.4.2015 kl. 22:47

18 identicon

Meirihlutinn af þeim sem voru brenndir fyrir galdra hér á landi voru karlar, konur voru aðeins um einn sjötti hluti af þeim sem fóru á galdrabálið.

Jóhannes (IP-tala skráð) 30.4.2015 kl. 02:43

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt hjá þér Jóhannews. Enn einn sleggjudómur göturæsisins eins og kemur fram hér í þessari umræðu. Einkernni slíkra er að tilgangurinn helgi meðalið og slíkir láta sannleikann ekki eyðileggja góðaan sleggjjudóm.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.4.2015 kl. 11:52

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú talar, Arnór, af einhverri undarlegri hneykslun um "meðferð kirkjunnar" á Maríu Magdalenu! Þú hefðir betur kynnt þér þá staðreynd, að hún er meðal dýrlinga rómversk-kaþólsku kirkjunnar, einnig hinnar orþódoxu og þar að auki meðal mótmælenda, þ.m.t. í ensku biskupakirkjunni.

Og víst var dauðaþögn hér hjá þér um Maríu mey. Með því að leita að nafninu (bara "Marí" nægir, með Control+F-leit hér á síðunni, þá sést, að Maríunafnið birtist þar ekki fyrr en í innleggi mínu hér ofar.

Öðru hér í svari þínu verð ég að svara seinna; vissi fyrst nú af andsvörum þínum, var bara of upptekinn til að athuga málið, en vitaskuld þarf að leiðrétta þig, svo mjög sem þú affærir kristna trú og góða siði.

Jón Valur Jensson, 30.4.2015 kl. 12:03

21 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Af meira en 10000 dýrlinga innan kaþólsku kirkjunnar, er innan við 10% konur.
Konurnar voru flestar dregnar í dýrlingatölur fyrir það að vera mæður annarra dýrlinga. Voru í raun ekki metnar til mikils annars en sem útungunarvélar. Það sama á við Maríu.
Aðrar voru dregnar í dýrlingatölu vegna þjónustu þeirra og undirgefni við karldýrlinga.
Þær sem voru metnar fyrir störf sín eða fórnir, voru því ekki margar, miðað við þúsundir karl-dýrlinga.

Ekki beinlínis kvenlæg trú þar á ferð.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.4.2015 kl. 15:34

22 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Jón Valur,

Ég hvet þig eindregið til að lesa þér til um þetta.  Þetta þagnartal hjá þér er hreinlega hjákátlegt.  Ég einfaldlega minntist ekki á Maríu Guðsmóður því ég sé ekki hvað hún kemur málinu við.  Hún var ekki uppi á dögum kristinnar kirkju, þú hlýtur nú að vita það.  Og það væri nú meira ef kristin kirkja héldi ekki upp á móður Guðs!  

Ef þú hefur lesið það sem ég hef skrifað kemstu að því að ég er að skrifa um KIRKJUNA, ekki trúna.  Þetta eru tveir mjög ólíkir hlutir.  Ég set samasem merki milli trúarbragða or kirkju en viðurkenni fúslega að ég hefði átt að hafa yfirskriftina "Kirkja gegn Konum" frekar en trúarbrögð, sem er loðnara.  

Trú er fyrir mér allt annað og gersamlega óskylt kirkju.  Kirkjan er fyrirtæki sem stendur á herðum trúaðra.  Ég hef mína trú og hún hefur ekkert með kirkju að gera, hvorki kristna né aðra.  

NB:  Mikið afskaplega væri það gaman ef þeir sem hafa skrifað hér undir nafnleysum gætu gert það undir eigin nafni.  Ég hef það fyrir ófrávíkjanlega reglu að ég svara aldrei póstum, hvar sem er, hvenær sem er, um hvað sem er, ef þeir eru ekki merktir höfundi með nafni.  Það virði ég mikils við Jón Val að hann er maður til að koma fram sem hann sjálfur og ég tek hatt minn ofan fyrir honum fyrir það!

Arnór Baldvinsson, 30.4.2015 kl. 17:02

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er einkemmi rökþrota mann að ráðast á boðberann í stað boðskaparins, eða þess sem fram er sett.

Ósköp þægilegt að fela rökþrot sitt á bak við höfundarnafn þess sem maður hefur ekki svör við, en jafnframt lítilmannlegt og ekki takandi hatt ofan fyrir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.4.2015 kl. 17:30

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Arnór í sinni einföldunarviðleitni:

"Ég einfaldlega minntist ekki á Maríu Guðsmóður því ég sé ekki hvað hún kemur málinu við.  Hún var ekki uppi á dögum kristinnar kirkju, þú hlýtur nú að vita það."

Jæja, var hún það ekki?!!! Kristin kirkja var stofnuð á hvítasunnudag, eftir upprisu Krists, og María lifði lengi eftir krossfestingu Krists og í hávegum höfð í kirkjunni og er greinilega heimildarmaður Lúkasar guðspjallamanns og trúlega einnig Jóhannesar guðspjallamanns.

Kirkja, sem setur Maríu ofar öllum mönnum, að Jesú Kristi undanteknum, getur ekki verið kvenfjandsamleg, enda er það bara gestkomandi ruglhugsun í höfði þínu, Arnór minn. Ég gæti komið hér með fjölda góðra texta úr bréfum Nýja testamentisins til vitnis um það, einnig úr guðspjöllunum, Davíðssálmum og Orðskviðunum, svo að dæmi séu nefnd, að Ljóðaljóðunum óslepptum.

Jón Valur Jensson, 30.4.2015 kl. 21:22

25 identicon

Ingibjörg,

Ég vona að þú áttir þig á því að þín Gallup hugmyndafræði á illa við í þinni röksemdarfærslu....

...Það er eins og saga eða eitthvað í þá áttina sé bara eitthvað drasl, þegar fólk hugsar um þessa hluti.

Allt gert til að "skort stig" í amstri dagsins.

Maður er orðlaus.

Arnar H. (IP-tala skráð) 30.4.2015 kl. 22:00

26 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Arnar H.
Hvorki ég né google translate gátum skilið hvað þú varst að segja.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.4.2015 kl. 23:41

27 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Jón Valur,

Þú hlýtur nú að geta viðurkennt að María og Jesús voru bæði Gyðingar og þar af leiðandi Gyðingtrúar.  Það eru örugglega ruglhugsuanir í hausnum á mér, en hvort þær eru þar gestkomandi eða ekki skal ég ekki segja um sealed   

Þó svo að María Guðsmóðir hafi verið sett ofar flestum, þá þýðir það ekki að kirkjan geti ekki og hafi ekki haft kvenfjandsamlega stefnu.  Þegar ég var að alast upp var talað um Maríu frá Magdölum sem lítilsvirta hórkonu.  Hún hefur reyndar verið kennd við ýmislegt slæmt í gegnum tíðina, þó svo að hún hafi að öllum líkindum verið eiginkona Jesú.  Hún hefur líka verið kennd við góða hluti, en kirkjan hefur líka reynt að níða skóinn af henni.

Ég veit heldur ekki betur en að kirkjan hafi í gegnum aldirnar verið karlakirkja, þ.e. konur voru ekki prestar, konur voru ekki biskupar, kardínálar eða páfar (þó mér skiljist að ein hafi hugsanlega smokrað sér í þá stöðu)  Þetta var og er að mörgu leyti enn, patríarka kirkja þó svo að konur ynnu mörg verk innan kirkjunnar, þá gátu þær ekki risið nema til takmarkaðra valda innan hennar fyrr en tiltölulega nýlega.  En þó þetta hafi breyst og nú nýverið hafi kvenbiskup tekið til starfa í fyrsta skipti í The Church of England, og The Episcopalian Church hér í Bandaríkjunum hafi kvenbiskup, þá eru flestar áhrifastöður innan kristnu kirkjunnar á höndum karla.  

(Ég afsaka fyrirfram ef það eru stafsetningavillur í þessum texta, þessi fontur sem er notaður í textaboxinu ´á mbl.is kemur afskaplega illa út á fartölvunni hjá mér og ég er viss um að mér hefur orðið fótaskortur)

Arnór Baldvinsson, 1.5.2015 kl. 01:24

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú færir engar heimildir fyrir þessum fullyrðingum þínum. Þær eru ekki marktækar og eru sennilega komnar úr hjáfræðum grillufangarans Dans Brown. 

Ég hef mörgu öðru að sinna en þessum ranghugmyndum þínum, og þar sem fáir lesa þessa síðu þína, nenni ég ekki að svara þessu svari þínu frekar.

Jón Valur Jensson, 1.5.2015 kl. 15:11

29 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón Valur,

Dan Brown hef ég lesið, en hann skrifar skáldsögur svo heimildir er nú ekki beint hægt að sækja í þær! ;)  Ég sé nú bara ekkert í mínu svari sem gætu talist ranghugmyndir.  

1.  Hversu margar konur hafa verið páfar?  

2.  Hversu margar konur hafa verið kardínálar?

3.  Talar Biblían ekki um Maríu frá Magdala sem fallna konu?

4.  Talar Biblían ekki um Maríu frá Magdala sem einn helsta lærisvein Jesú?  Lærðir menn og leiknir hafa leitt að því getum í gegnum árin og aldirnar að hún hafi verið ástkona eða eiginkona Jesú.  

5.  Er það ekki rétt að í Janúar 2015 hafi fyrsti kvenbiskup Church of England verið valin?

6.  Er það ekki rétt að The Episcopalian Chursh hér í Bandaríkjunum hafi kvenbiskup?

Staðreyndin er einfaldlega sú að þú getur ekki rökrætt þessi mál af skynsemi, enda ekki andmælt með rökum þeim fullyrðingum sem ég hef sett fram.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 1.5.2015 kl. 17:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband