Amerísk lús...

Það er allt svo dýrt í Kaliforníu;)  

Dóttir okkar, sem nú er 14 ára, fékk lús tvisvar eða þrisvar eftir að við fluttum til Washington.  Hún er með ofboðslega mikið þykkt fínt hár!  Lúsaþvotturinn var 2-3 klukkutíma vinna við að þvo hárið, kemba, greiða, kemba og þvo aftur.  Mikið af tárum líka því hún var með eindæmum hársár þessi elska alveg eins og pabbinn;)  

En það þurfti ekki nein vottorð og ekkert vesen.  Við keyptum sjampó í Walgreens, minnir að það hafi kostað 60 dollara settið sem kom með sjampói og einhverju öðru efni til að bera í hárið og lúsakamb.  Þegar þetta var þá var hún sennilega í 3. bekk, gæti hafa verið 4.

Í fyrsta skipið hafði hún verið að kvarta um að sig klæjaði og við bara rákum hana til að þvo hárið betur.  En svo eitt kvöldið þegar hún var að greiða í gegnum flókann þá datt eitthvað úr hárinu í vaskinn og hún sá að þetta var padda.  Hún var lítið hrifin af því og heimtaði að við skoðuðum hana og við nánari skoðun kom í ljós að stelpugreyið var morandi í lús og nit út um allt:(  Allt sett á fullt á nóinu, skólinn látinn vita, rúmföt og föt meðhöndluð (man ekki hvað við gerðum, en frúin fann einhver ráð á netinu til að sótthreinsa þetta) og svo var hárið meðhöndlað.  Þá var hún með sítt, ljóst hár, en eftir þetta og allt táraflóðið við að greiða fram úr þessu með lúsakamb, þá ákvað hún að styttra hár væri mun æskilegra ef þessi ófögnuður kæmi aftur!  

Hún fékk lús aftur eftir að hún stakk sér niður í skólanum en þegar hún kvartaði um að hana klæjaði var stækkunarglerið umsvifalaust tekið fram og leitað að nit.  Það var erfitt að sjá lýs í þessum hárflóka hennar, en nitina var auðvelt að sjá.  Síðast var það í 4. bekk og hún hefur ekki þurft að eiga við þetta síðan.  

Við höfum hinsvegar þurft að berjast við kattafló, sem er skaðræðiskvikindi, sérstaklega þar sem hún er handviss um að bloggari sé hin besti blóðgjafi og er með ofnæmi fyrir flóabiti!  Mannalús er kannski dýr, en kattaflóin er síst ódýrari!

Kveðjur frá lúslausu heimili í Port Angeles!


mbl.is Fékk lús rétt eftir þrítugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband