Æ, æ, aumingja Trump

Það eru allir svo vondir við Trump þessa dagana.  Ég hálf vorkenni honum að þurfa að standa í þessu öllu saman.  En það er gaman að lesa bloggpósta Íslenskra Trumpara, sem eru alveg að faraat þessa dagana.  

Trump er kominn svo langt út fyrir öll velsæmismörk, sem flestir Bandaríkjamenn hafa.  Nú eru uppi vangaveltur hvort hann muni taka tapi eða hvort hann muni gera það sem fyrir flestum Bandaríkjamönnum er algjörlega óhugsandi:  Hunsa lýðræðislegar kosningar.  Ég veit í rauninni ekki hvað það myndi þýða nákvæmlega fyrir Bandarísku þjóðina.  En hann hefur nú vafið um sig mörgum lögum af já-mönnum, sem trúa í algjörri blindni á Trump.  

Fyrir nokkrum mánuðum, jafnvel nokkrum vikum, var hægt að hlægja að þessu.  En því nær sem líður kosningum því alvarlegri verður staða lýðræðis í Bandaríkjunum.  Ef frambjóðandi gefur sér það fyrirfram, eins og Trump hefur gert, að kosningaúrslitin verði "fölsuð" þá er vegið hart að djúpum rótum lýðræðis í landi sem hefur kennt sig við lýðræði allt frá Geroge Washington.

Framtíðin er alltaf óráðin, en Trump heldur á spilum sem erfitt er að spá í.  

Kveðja,


mbl.is Fórnarlamb ófrægingarherferðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband