Stórhættulegt frelsi

Það virðist sem að þingmenn á hægri vængnum séu óstjórnlega hræddir við konubrjóst.  Að maður tali nú ekki um geirvörtur, sem mætti halda að væru verkfæri djöfulsins, enda um það bil það eina, sem alls ekki má sjást á almannafæri hér í Bandaríkjunum.

Þetta rugl gengur svo langt að samfélagsmiðlar eins og Facebook, Instagram, Twitter og fleiri, sem leyfa myndbirtingu þurfa að hafa þúsundir fólks í fullri vinnu til að finna geirvörtur og stoppa viðkomandi áður en stórhætta skapast.  Eins hafa myndir af listaverkum orðið fyrir barðinu á geirvörtulöggunni og orðið að lúta í lægra haldið gegn "frelsi" löggjafans.

Auðvitað er þetta allt byggt á einhverju trúarrugli og ofstækismenn berja Biblíuna í takt, sem einhverskonar röksemd fyrir allskonar boðum og bönnum, sem eiga lítið erindi í nútíma þjóðfélag.

Breytingar ganga hægt og vafalaust breytist þetta viðhorf einhverntíma, en það er alltaf jafn hlægilegt að sjá "fullorðna menn" verða skíthrædda ef þeir sjá konubrjóst!

 

Kveðja að westan!


mbl.is Löglegt að gefa brjóst alls staðar í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband