17.12.2018 | 01:53
Ábyrgir eða bara stikkfrí?
Málfrelsi er hornsteinn lýðræðis og ábyrgð á orðum og gjörðum er líka hornsteinn lýðræðis. Það er ekki hægt að plokka hornsteina þjóðfélagsins út eftir behag og segja að málfrelsi sé mikilvægt, en ábyrgð sé bara upp á punt.
Það er búið að búa til pólitískan hráskinnaleik úr þessu máli, sem hefur ekkert með pólitík að gera heldur um grundvallarvirðingu fyrir samferðamönnum sínum. Er það til of mikils mælst að alþingismenn með sóðakjaft á almannafæri fái að bera ábyrgð á orðum sínum? Ef þetta fólk hefði farið út í bíl og keyrt hefði það verið látið sæta ábyrgð á eigin gjörðum! Eða hvað? Hefði saksóknari bara litið í hina áttina?
Kveðja
Viðbrögðin jafn vitlaus og ummælin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |