Röklaus uppsögn

Uppsögn kjarnorkusamningsins við Íran er sennilega versta ákvörðun núverandi stjórnar Bandaríkjanna og er þó af nógu að taka.  Þetta var ekki fullkominn samningur og kannski var hann vondur, en hann hélt vörð um kjarnorkukapphlaup í miðausturlöndum!  Nú er það úr sögunni.  Trump hefur verið með hótanir um hvað muni ske ef Íranir halda sig ekki við samninginn.  Það verður ekki bæði sleppt og haldið, eitthvað sem Trump skilur ekki. 

Bandaríkin töpuðu öllum áhrifamætti á samninginn um leið og þau sögðu sig frá honum, svo enginn tekur mark á okkur lengur hvað varðar þennan samning.  Þetta hefur líka orðið til þess að efla vantrú á Bandaríkin.  Þau hafa sagt sig frá hverjum alþjóðasáttmálanum á fætur öðrum og með því hefur traust á það sem Bandaríkin semja um farið verulega þverrandi út um allan heim. 

Hver, sem ástæðan var, þá var hún ekki grundvölluð á rökum eða fyrirhyggju.  Svo mikið er víst.

Kveðja að westan.


mbl.is Samningnum rift til að skaprauna Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband