4.8.2019 | 16:44
Stóra málið...
"Stóra málið er að sjálfsögðu það að persónunefnd komst að því að þetta væru ólöglegar upptökur"
Þetta sýnir best hversu víðsfjarri raunveruleikanum þetta fólk er! Stóra málið er að það lét orð falla, sem ekki nokkur einsti maður ætti að gera, fullir eða ófullir. En þetta fólk skilur ekki einu sinni um hvað þetta snýst. Ég hafði mikla trú á Gunnari Braga áður en Klausturmálið komst upp. Fannst hann athugull, skarpur í málflutningi og koma vel fyrir. Eftir þetta gæti ég ekki hugsað mér einu sinni að vera námunda við neitt af þessu fólki! Hef megna óbeit á svona framkomu og gæti aldrei liðið fólk, sem yrði uppvíst að henni.
En UPPHAF þessa máls, illrætnar umræður og róbgurður um samstarfsfólk og aðra, er það sem málið snýst um. Allt þeirra mál snýst um að þetta fólk varð uppvíst að ólíðandi framkomu. Og þá er keyrt á boðberann. Raunverulega málið skiptir ekki máli, bara að það komst upp um liðið. Áfram haldið á sömu braut og allt málið sett í þann farveg að þetta fólk séu fórnarlömb og formaður flokksins hefur gengið milli manna grátandi um hversu mikið fórnarlamb hann er.
Allir, sem eru með vott af siðferðiskennd hefðu séð sóma sinn í því að hverfa hljóðlega á braut. En þess í stað er djöflast eins og naut í flagi til að gera lítið úr RAUNVERULEGA málinu og drepa því á dreif með orðaskaki, enn meiri gróusögum og óstaðfestanlegum rógburði. Ég myndi ekki ráða neitt af þessu fólki sem flórmokara hvað þá meira. Treysti þeim ekki til eins né neins. En það er fullt af fólki, sem finnst þetta gott mál og í hvert skipti sem siðblindan kemur upp, þá eykst fylgi þessa fólks. Vælið í þessu fólki heldur áfram og þau þykjast vera fórnarlömb! Af því að upp komst um ummæli, sem eru ekki nokkrum manni sæmandi. Þau skilja ekki að þau voru GERENDURNIR! Þau urðu "fórnarlömb" af því það komst upp um þau! Það skiptir engu máli hvort upptakan var lögmæt eða ekki. Upptakan er aukaatriði, sem eingöngu sýndi framá framkomu þessa fólks. Framkoman og ummælin eru stóra málið. Ekki aukaatriðin, sem þetta fólk er að hengja sig á til að gera sig að fórnarlömbum.
Kveðja,
![]() |
Ekki óeðlilegt að tónninn sé grimmari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |