10.3.2020 | 19:55
60% EFTIR blöndun
Hrærigrauturinn um þessa blöndun heldur áfram!
Það er ógerlegt að ná 60% alkóhól magni ef einhverju er blandað út í 60% alkóhól! Það er marg búið að brýna fyrir fólki að nota handspritt með að minnsta kosti 60% alkóhóli! Það þýðir að 60% alkóhól er eitt og sér rétt í lágmarksstyrkleika. Ef einhver íblöndun á sér stað þarf sterkara alkóhól! Það er mælt með 96% alkóhóli og íblöndun með aloa vera til að gera það þykkara. Það þarf því að lágmarki um 2/3 að vera 96% alkóhól í þeirri blöndu.
Kveðja.
Vodkaframleiðandi varar við heimagerðu spritti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |