5.6.2023 | 17:11
Gervi greind
Það hefur verið mikið fjallað um gervigreind á þessu ári. Fólk og fyritæki hafa tekið ChatGPT opnum örmum.
En fólk verður líka að vera mjög á varðbergi, því ChatGPT og önnur gerfigreindarforrit setja oft fram fullyrðingar sem eru tómt bull. Ég hef unnið við tölvur í hátt í 40 ár, megnið við forritun. Mikið af þeim kóða sem ChatGPT kemur með er hreinlega rugl. Samt er fólk og fyrirtæki jafnvel farin að selja þetta ÁN þess að fullprófa hvort þessi kóði virkar sem skyldi, sem hann gerir EKKI í mjög mörgum tilvikum.
Það vantar ekkert upp á sjálfsálit forrita eins og ChatGPT og þau setja fram staðlausa stafi sem staðreyndir og alltof margir trúa öllu sem þessi forrit setja fram eins og um heilagan sannleik sé að ræða.
Ég hef séð fólk á Íslandi vitna í hvað ChatGPT segir eins og það sé endi allra rökræðna og ekkert frekar um málið að segja. Þetta er mjög hættuleg þróun og hefur ekkert með gerfigreind að gera, heldur trúarbrögðin sem eru að skapast í kringum þessa tækni, sem er algjörlega á ábyrgð fólks, ekki forrits.
ChatGPT og önnur slík forrit taka upplýsingar sem þau finna og vinna úr þeim. Þetta eru upplýsingar sem eru aðgengilegar á netinu og þeir sem hafa lifað á netinu áratugum saman eins og ég, vita að mikill hluti þess sem er settur þar fram er hreinlega bull. Þetta er matað í þessi forrit alveg eins og aðrar upplýsingar, sem hafa verið marg sannaðar í gegnum aldirnar. Því þarf að fara MJÖG varlega í að trúa því, sem þessi forrit koma með gagnrýnislaust, eins og alltof margir gera.
Raunveruleg gervigreind á til með að breyta miklu í samfélögum framtíðarinnar, en á meðan þetta er varla farið að slíta barnsskónum þarf að vera gagnrýnin umræða um það sem þessi forrit setja fram. Fólk núna lætur eins og hvítvoðunugur gerfigreindar viti alla hluti og sé hafinn yfir alla gagnrýni. Engum dytti það í hug í raunveruleikanum.
Kveðja
Gervigreindin brýnasta samfélagsmálefnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |