2.7.2009 | 18:15
Pappírshækkanir
Hér einu sinni var talað um "hækkun í hafi" þegar Boxít til íslenska álversins hækkað skyndilega á leið sinni frá Ástralíu. Mér sýnist að í þessu Sterling dæmi sé e.t.v. hægt að tala um "hækkun á flugi"
Hér er ekki að sjá að neinskonar röksemdir séu á baki þess að Sterling hækkaði í verði. Félagið virðist hafa verið rekið sem tapi og ekkert sem ég hef séð bendir til að þetta fyriræki hefði átt að hækka í verði, heldur frekar lækka ef eitthvað er. NTH er búið til af eigendum Sterling og síðan selja þeir Sterling til NTH fyrir 20 þúsund milljónir en ekkert bendir til að félagið hafi verið meira virði en þegar Fons keypti það á 4 þúsund milljónir nokkrum árum áður. Þessir 12 þúsund milljónir eru einfaldlega peningar á pappír sem hafa aldrei verið til. Hinsvegar virðist em 17 þúsund milljónir í reiðufé skipti um hendur án þess að neitt komi í staðin nema hækkun Sterling "á flugi". Mér sýnist á öllu að hér sé þörf ástæða til rannsóknar á því hvort um peningaþvætti hafi verið að ræða.
Kveðja
Ákvæði féll niður við kaup NTH á Sterling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |