Að berja höfuðið í steininn

Það virðist sem það eina sem ég blogga um hérna er slæmt málfar á mbl.is.  Ég er svosem ekkert málfarsséní, en þegar villurnar beinlínis hrópa á mann af skjánum þá get ég bara ekki orða bundist!

Í þessari frétt segir: 

"...í stað þess að berja höfuðið í steininn"

Ég veit ekki af hvaða tungumáli þessi frétt var þýdd, en svona orðalag á ekki heima í íslensku!  Það er talað um að berja höfðinu við steininn, ekki í steininn.  Þar fyrir utan ætti að nota "höfðinu" ekki "höfuðið" með "í steininn" 

Mbl.is getur gert betur en þetta!

Kveðja


mbl.is Palin hættir sem ríkisstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Ég hef margsinnis bent á að einhver virðist koma til leiks á mbl.is um helgar og sá eykur ekki hróður blaðamanna. Ég er hreinlega hættur að nenna að blogga um villurnar. Þessi villa er auðvitað fáránleg og í dag var fyrirsögn, sem mig minnir að hafi verið svona: Atli þjálfari Valsmenn

ÞJÓÐARSÁLIN, 3.7.2009 kl. 23:02

2 identicon

Hef rekist á lélegt málfar lengi hérna á mbl.is (og hinum ruslpóstunum).

Það sem ég geri oftast er að smella á "Senda Frétt" og set netfrett@mbl.is sem
netfang viðtakanda.

Set svo smá skilaboð um villuna/rnar.  Hefur virkað hingað til, þeir eru sæmilega skjótir að laga ruglið.

Flækjufótur (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 01:12

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Ég sé að færslan hefur verið löguð:)  Mér finnst það skjóta svolítið skökku við að ég sé með málfarstillögur á þessu bloggi þar sem ég hef búið erlendis síðastliðin 13 ár;)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 4.7.2009 kl. 02:30

4 identicon

"Mér finnst það skjóta svolítið skökku við að ég sé með málfarstillögur á þessu bloggi þar sem ég hef búið erlendis síðastliðin 13 ár"

Sama hér, hef ekki komið til Íslands síðan á síðustu öld og sé ekki ástæðu til að fara þangað aftur.  Allavega ekki ótilneyddur ;)

Flækjufótur (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 19:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband