Gott framtak - birta á mbl.is takk

Mér finnst þetta gott framtak hjá Evu Joly.  Af hverju er ekki heil herdeild íslendinga að skrifa um ástandið í erlend blöð?  Ísland er einangrað og allir halda að þjóðin sé upp til hópa þjófar og ribbaldar sem skilji eftir sig sviðna jörð.  Þessu þarf að breyta og það þarf að virkja alla þá góðu penna sem til eru á Íslandi til að skrifa um ástandið til að breyta almenningsálitinu sérstaklega á Norðurlöndunum, Bretlandi og Hollandi. 

Hvað um það, þá finnst mér miður að eingöngu Le Monde hefur grein Evu aðgengilega á netinu (http://www.lemonde.fr/archives/article/2009/08/01/l-islande-ou-les-faux-semblants-de-la-regulation-de-l-apres-crise-par-eva-joly_1224837_0.html) Hvorki Daily Telegraph né Aftenposten eru með greinina aðgengilega á netinu og ég kann ekki bofs í frönsku;)  Það væri gaman ef mogginn birti greinina á mbl.is svo allir geti lesið hana á íslensku:)

Kveðja,

 


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Ég sé að mbl.is hefur birt megnið ef ekki alla greinina í fréttaskýringu á http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/01/island_thad_sem_laera_ma_af_efnahagshruninu/?ref=fprenningur  Kærar þakkir:)

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 1.8.2009 kl. 16:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband