Vanhæfni

Þó svo að ég gagnrýnt Davíð á sínum tíma vegna andvaraleysis Seðlabankans fyrir hrunið, þá finnst mér að komið hafi í ljós að Davíð hafi gert sér grein fyrir í hvað stefndi og reynt hvað hann taldi mögulegt til að vara ráðamenn við.  Gat hann gert betur?  Örugglega en ég held að hvorki hann né aðrir hafi gert sér grein fyrir því hversu hratt þetta ferli varð, né heldur hversu gríðar stórt og fallvalt þetta íslenska bankaapparatið raunverulega var orðið.  Það er mikið af mjög hæfu fólki sem vann og vinnur hjá Seðlabankanum og að kenna Davíð einum um þátt Seðlabankans í hruninu er að mínu mati mikil einföldun. 

Þó svo að Davíð hafi ekki haft sérfræðiþekkingu á efnahagsmálum, þá var hann í pólitík svo áratugum skipti og mikið af því sem fram fer í gegnum ráðuneytin sem hann var í fjallaði um efnahagsmál, svo ég held að hann hafi haft nokkuð glögga innsýn inn í efnahagsmál Íslands.  Enda segir Anne að "neither the prime minister, nor the finance minister or financial regulator seems to have made any serious attempt to stem the growth of the Icelandic banks. " 

Kveðja,


mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef mig misminnir ekki þá var þessi sami Davíð forsætisráðherra um stund ... Og það er einkennilegt að ef DO sá svona margt fyrir að honum skyldi ekki tekist að fá eyra flokksbræðra sinna í forsætis- og fjármálaráðuneyti. Nei, því miður þá held ég að söngur meistarans að hruninu loknu sé einhver ámátlegasta tilraun spillts og vanhæfs stjórnálamanns til að þvo af sér ábyrgð á versta klúðri Íslandssögunnar -- sem þessi sami maður ber meiri ábyrgð á en nokkur annar einstaklingur.

Finnur (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Finnur,

Ég veit ekki betur en að það sé skjalfest og staðfest að Davíð hafi aðvarað stjórnvöld ítrekað árið 2008.  Eins að hann hafi aðvarað bankana.  Vissulega var Davíð forsætisráðherra í ein 15 ár og hafði þar af leiðandi, eins og ég benti á, góða yfirsýn yfir efnahagsmál landsins, þannig að þó svo að hann hafi ekki menntun sem hagfræðingur þá hafði hann langa reynslu.  Það er vissulega einkennilegt að Seðlabankanum tókst ekki að fá stjórnvöld til þess að gera neitt.  Hinsvegar finnst mér það benda til vandamáls innan ríkisstjórnarinnar sem var, frekar en Seðlabankans.  Nokkrum vikum fyrir hrunið voru bæði Geir Haarde og Sólrún Ingibjörg alveg gallhörð á því að öll gagnrýni á íslenska bankakerfið væri algjör fjarstæða. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 9.8.2009 kl. 17:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband