15.8.2009 | 23:05
Góð grein með smá hjálp
Ég rak mig í að þýðandi greinarinnar notar orðið "myrkur" sem þýðingu fyrir murky. Betri þýðing væri "gruggugt" samanber "murky water" sem er notað um gruggugt vatn.
Að öðru leyti en það þá kemur svosem ekkert á óvart í þessari grein. Það hefur verið auðséð um langt skeið að eigendur bankanna lánuðu sjálfum sér og fyrirtækum í þeirra eign til þess að knýja upp hlutabréfaverð bæði í bönkunum og öðrum fyrirtækjum í þeirra eigu.
Kveðja,
Telegraph: Ekkert venjulegt hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eftir að hafa lesið greinina í Telegraph til enda, þá fann ég eina rangfærslu:
"Björgólfur Gudmundsson had left Iceland after minor convictions for false bookkeeping and the collapse of his shipping empire, but returned a billionaire to take a 45pc stake in the bank. "
Þó svo að Björgólfur hafi efnast og keypt 45% hlut í Landsbankanum þá var hann nú ekki ríkari en svo að hann greiddi ekki lánið sem hann fékk hjá Búnaðarbankanum/Kaupþingi til þess að greiða þessi 45% Skilanefnd Kaupþings upplýsti að Björgólfsfeðgar hefðu gert tilboð um greiðslu á hluta af þessu láni fyrir nokkrum vikum, auðskiljanlega við litla hrifningu almennings!
Það er auðvelt að vera vitur eftir á, en það dugar skammt í þessu dæmi. En það er mikilvægt að læra af mistökunum og aldrei mikilvægara en nú þegar svo gífurleg mistök hafa verið gerð. Því er ekkert mikilvægara núna en að rannsókn þessara mála sé eins opin og gegnsæ og frekast er unnt og að fjölmiðlar miðli almenningi eins miklu upplýsingum og hægt er um þessi mál. Mér finnst það svolítið leiðinlegt að það virðist sem blaðamenn á Íslandi láti erlendum starfsbræðrum um að róta í þessum málum. Kannski eru íslendingar orðir samdauna fýlunni af þessum málum öllum, en ég vona þó að svo sé ekki!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 16.8.2009 kl. 00:34