20.8.2009 | 06:45
Brotalamir
Hvernig geta fyrirtæki sem eru óvirk og EKKI í rekstri fengið lán? Og ekki bara eitthvað smáræði heldur yfir eitt þúsund milljarða króna! Samkvæmt gengi í gær, 19 Ágúst, þá eru þúsund milljarðar 7,737 milljarðar bandaríkjadollara og skipt á þessi 14.912 óvirk fyrirtæki þá jafngildir þetta US$518.880 eða 67.060.085 krónum á hvert einasta af þessum fyrirtækjum.
Hvernig í ósköpunum eiga þessi fyrirtæki, sem eru óvirk og ekki í rekstri og þar af leiðandi ekki með tekjur greitt af þessum lánum? Hvernig í ósköpunum hefur bankakerfið orðið þannig að fyrirtæki sem er ógerlegt að greiða skuldir sínar getur safnað meira en hálfri milljón dollara í skuldir án þess að neinn hafi tekið eftir?
Ég get rétt ímyndað mér hvernig einstaklingi væri tekið ef hann kæmi inn í banka hér í Bandaríkjunum og bæði um hálfa milljón og léti þess jafnframt getið að hann ætti engar eignir og hefði engar tekjur. Ég veit hvernig þetta var á Íslandi og einstaklingi sem hefði reynt þetta hefði umsvifalaust hent út úr bankanum!
Þetta bara er ekki heilbrigt og ekki heil brú í þessu rugli!
Kveðja,
Skulduðu yfir þúsund milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er kannski ekki rétt að segja þetta svona en fyrir mér er þetta nú líkara einhverju "gríni" en raunveruleika - þetta er með ólíkindum og eins og þú segir alls ekki heilbrigt og ekki heilbrú í þessu.
Gísli Foster Hjartarson, 20.8.2009 kl. 08:19
Sæll Gísli
Ég bara sé ekki fólk eins og okkur stofna skúffufyrirtæki, labba inn í banka og biðja um sextíu millur upp á grín;) Það er eitthvað sem myndi ofbjóða minni siðferðisvitund!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 20.8.2009 kl. 17:14