13.9.2009 | 16:55
Lehman Brothers og kreppan á Íslandi
Ég held að það hafi verið allra hagur á Íslandi að Lehman Brothers bankinn féll. Það má segja að fall hans hafi orsakað fall íslenska bankakerfisins, en hvað hefði skeð EF bankakerfið hefði ekki fallið í Október 2009? Í staðinn hefði það haldið áfram að sanka að sér þúsundum milljarða viðbótarskuldum og þá hefði ekkert getað komið fyrir algjör kerfishrun á Íslandi með skelfilegum afleiðingum. Þó svo að það hafi verið komnir alvarlegir brestir í bankakerfið þá er ég nokkuð viss um að þeim hefði tekist að halda því gangandi í einhverja mánuði, jafnvel þraukað af lánsfjárkreppuna. Hvað svo? Hver væri staða bankanna núna? Hver væri framtíð Íslands? Um hversu mörg þúsund milljarða hefði IceSave hækkað síðan í Október 2009? Allt á ábyrgð almennings á Íslandi.
Kveðja,
Ár frá falli Lehman Brothers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |