Skuldasöfnun í góðæri

Hafnarfjarðarbær er ekki einn á báti um skuldasöfnun í "góðærinu".  Eftir tölum sem ég sá nýlega þá virðist skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja, að bönkunum undanskildum, hafa verið mjög mikil - skuldir frá 2002 til 2008 um það bil þrefölduðust ef ég man tölur rétt. 

Einhvernvegin hefði manni fundist eðlilegra að skuldirnar lækkuðuþegar vel áraði.  Hvernig ætla íslendingar að borga þessar skuldir?  Ekki er hægt að kenna bönkunum og útrásarvíkingunum eingöngu um óreiðu því mér sýnist að stór hluti landsmanna hafi verið í sama sukkinu og óreiðunni!  Það hefði komið sér betur nú að nota gróðann til að greiða niður skuldir og stofna ekki til nýrra neysluskulda, s.s. til bílakaupa. 

Kveðja,

 


mbl.is Lóðaskil afsökun fyrir slæmri fjárhagsstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband