Tölur á reiki

Samkvæmt tölum Árna þá er losun koltvíoxíðs á Íslandi 17 tonn á hvern íbúa.  Samkvæmt tölum frá US Department of Energy's Carbon Dioxide Information Analysis Center (CDIAC) þá var Ísland í 52 sæti árið 2006 með 7.4 tonn pr. íbúa og hafði þá rokkað frá 8,2 tonni árið 1996 niður í 7,2 tonn árið 1992.  Losunin var mest í Quatar, eða rúm 56 tonn á íbúa.  Luxemburg var hæst Evrópulanda með 24,5 tonn og Bandaríkin voru í 9 sæti með 19 tonn.

Því er að sjá að það muni meira en 10 tonnum pr. íbúa skv. tölum Árna Finnssonar og Bandaríska orkumálaráðuneytisins.  Eftir því sem ég hef fundið þá verða til um 1,5 tonn af kolvíoxíði fyrir hvert tonn af áli í bræðslu.  Það þýðir að álverið á Reyðarfirði sem dæmi losar um 550 þúsund tonn af koltvíoxíði á ári miðað við um 340 þúsund tonn af áli.  Eftir því sem kemur fram á vef Saving Iceland þá er losun miðað við að orka sé framleidd með kolum o.þ.h. um 12 tonn á hvert tonn af áli.  Til viðbótar þessu eina og hálfa tonni kemur svo losun vegna flutnings hráefna og framleiðslu og þess háttar, en mér sýnist að hvernig sem þessu dæmi er snúið þá komi það alltaf út hagkvæmara fyrir CO2 framleiðslu að framleiða ál á stöðum þar sem hægt er að fá hreina orku með vatnsafli, gufuafli, vindorku o.s.frv.

Hvort Ísland er forysturíki skal ég alveg ósagt látið, en mér sýnist að Rajendra K. Pachauri hafi alveg rétt fyrir sér þegar rætt er um hvort það sé hagkvæmara að framleiða ál á Íslandi eða þar sem orkan er framleidd með kolum eða olíu.  Ef þetta er rangt hjá mér þá vildi ég mjög gjarnan fá staðfestar tölur því til stuðnings:) 

Kveðja,


mbl.is Dró forsetinn upp glansmynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband