4.10.2009 | 00:55
Stöðugleika- og álagspróf
Mér þætti gaman að vita hvort hér er verið að framkvæma sömu stöðuleika- og álagspróf og fyrir ári síðan sem sýntu stöðu íslensku bankana sem "góða"? Persónulega held ég að þær alþjóðlegu eftirliststofnanir og matsfyrirtæki sem áttu að sjá um að kanna raunverulega stöðu bankanna hafi látið leiðast allt of mikið af mati bankanna sjálfra en ekki séð um að gera sjálfstæð möt á bönkunum. Ef skoðaðar eru matskýrslur Moodys á íslensku bönkunum síðustu mánuðina fyrir hrun þá kemur fram að þessar skýrslur eru enn jákvæðar og einkunnir bankanna góðar. Hvernig gátu þessi matsfyrirtæki, sem fjárfestar og lánardrottnar bankanna fóru eftir, gert svo gróf mistök við mat á íslensku bönkunum? Seðlabanki Íslands gerði álagspróf og stöðugleikapróf á íslensku bönkunum. Þeir voru reyndar farnir að vara við stöðu bankanna, a.m.k. til stjórnvalda, en íslensk stjórnvöld kusu að hunsa þær aðvaranir.
Það er vissulega tímabært að hreinsa til í bönkunum en ég held að hugarfar stórfyrirtækja og fjármagnsfyrirtækja þurfi líka að breytast. Það tekur tíma. Skyndigróðahugsunin sem olli þessari kreppu þarf að víkja fyrir hagsmunum til langs tíma. Þjóðir og fyrirtæki þurfa að koma sér saman um langtíma áætlanir sem síðan er hægt að vinna eftir frekar en vera með allt niðri um sig og renna svo á afturendann í eigin úrgangi eins og Ísland er að gera.
Kveðja,
Tímabært að hreinsa til í bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |