9.10.2009 | 20:53
Friðarverðlaun
Þessi ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Barack Obama friðarverðlaunin hefur komið verulega á óvart. Konunni minni, sem er bandarísk og studdi Obama í forsetakosningunum á síðasta ári, varð hverft við þegar ég las þetta fyrir hana á mbl.is og spurði "For what?" Það held ég að sé spurning sem margir spyrji sig núna og ég verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg fyrir hvað Obama fær friðarverðlaunin.
Hann hefur aðeins verið í um 8 mánuði í embætti forseta og tók við illa stöddu búi af fyrirvera sínum og hefur þurft að glíma við gífurlegan fjárlagahalla og uppgjör við kreppuna og um tíma var allsendins óvíst hvort það tækist.
Hann hefur í raun lítið beitt sér á alþjóðavettvangi að öðru leyti en því að hafa breytt stefnu Bandaríkjanna í nokkrum málum sem eru mjög í brennidepli hér, þ.e.a.s. stríðinu í Írak, loftslagsmálum og svo erfiðri baráttu demókrata fyrir umbótum í heilbrigðismálum sem veitir ekki af. Ríkisstjórn Obama hefur einnig dempað talsvert hörku fyrri ríkistjórnar í utanríkismálum sem hefur verið vel tekið af alþjóðasamfélaginu.
Sennilega er eitthvað friðvænlegra eftir að Obama tók við völdum, en þó ég sé stuðningsmaður Obama, þá finnst mér hann eiga langt í land með að vinna sér þann heiður að hljóta friðarverðlaun Nóbels. Ég held það séu ansi margir sem klóra skallann og horfa undrandi á þetta má og spyrja hvað Nóbelsnefndin sé að fara.
Kveðja,
CNN hæðist að Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er náttúrlega fáránleg ráðstöfun. Maðurinn var tilnefndur til verðlaunanna þegar hann hafði setið tvær vikur í forsetastóli. Þessi verðlaun eru alger farsi að mínu mati. Við skulum minnast þess að menn eins og Kissinger og Arafat hafa fengið þau líka, sem segir ansi markt um trúverðugleika þeirra.
Samkvæmt réttlætingum um úthlutunina þá eru þetta ekki nein friðarverðlaun í raun heldur væri réttara að kalla þetta Hvatningaverðlaun Nóbels.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2009 kl. 21:34
En burtséð frá þessu, geta þá menn frætt mig um af hverju nóbelsveðlaunin eru afhent í Osló í Noregi þegar Alfred Nobel var sænskur ?
Skarfurinn, 9.10.2009 kl. 22:19
Noregur og Svíþjóð voru á þeim tíma í bandalagi en Svíþjóð sáu um öll utanríkismál, honum fannst verðlaunin alt of líkleg til að spillast ef að sænska þingið myndi velja í dómnefnd fyrir friðarverðlaunin, en það á bara við um friðarverðlaunin , öll hin eru útnefnd í stokkhólmi .
Hörður (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 22:55
http://en.wikipedia.org/wiki/Nobel_Prize#Ceremony
Vífill (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 23:16
Fyrir þá sem háfa áhuga, þá hefur Wikipedia nokkuð greinargóða umfjöllun um friðarverðlaun Nóbels:
http://en.wikipedia.org/wiki/Nobel_Peace_Prize
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 9.10.2009 kl. 23:38