12.10.2009 | 20:26
Norðmenn
Þetta er með sérkennilegri fréttum:
"Eftir að hafa hitt alla átta stjórnmálaflokka Noregs komumst við að því að Norðmenn kalla Íslendinga bræður"
Ja það er bara svona! Það þurfti semsagt að funda með öllum stjórnmálaflokkum Noregs til að komast að þessu? Í einfeldni minni hélt ég að þeir hefðu verið að funda með stjórnmálaflokkum Noregs til að fjalla um lán en ekki orðabókarskiling. Ef ég man rétt eftir að búa 3 ár í Danmörku, þá kalla Skandínavar hvorir aðra bræður á tyllidögum. Ég hef grun um að íslenska notkunin á "frændi" sé komin úr þýsku (freund: vinur).
Kveðja,
Vildu útskýra hegðun AGS fyrir Norðmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |