21.12.2009 | 22:50
Þeir, þau og þær
Í fréttinni segir:
"Bretar fylgjast vel með því hvernig bæjarfélögum og góðgerðarstofnunum gengur að endurheimta það fé sem þær lögðu inn í íslensku bankana fyrir hrun."
Bretarnir (karlkyn) og bæjarfélögin (hvorugkyn) verða að kvenkyni (þær) í umfjöllum mbl.is. Tvö kyn eru kynnt til sögunnar en svo fréttamaður getur ekki gert upp á milli þeirra og klofnar í afstöðu sinni og allt dótið verður svo bar kvenkyns. Það er hægt að gera betur en þetta:)
Kveðja
Íslandspeningar smám saman að endurgreiðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bretar eru svoddans kellingar. Þær eru alltaf vælandi yfir peningum ...
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 22:58
Begur,
Ja, það má svosem til sanns vegar færa;)
Kveðja
Arnór Baldvinsson, 21.12.2009 kl. 23:43
Þó þarna sé rangt að verki staðið máfræðilega séð, þá er nokkuð augljóst að það kvenkynsorðið sem verið er að vitna í er orðið "góðgerðarstofnun" og í þessu tilfelli er það í fleirtölu.
Nonni (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 04:22
Nonni,
Hah! Þú hefur alveg hárrétt fyrir þér - ég bara sá ekki "góðgerðarstofnunum" í textanum! Greinilega að gefa eftir í kaffidrykkjunni;) Takk kærlega fyrir ábendinguna:)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 22.12.2009 kl. 18:32